fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Fókus
Föstudaginn 20. maí 2022 08:22

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur og Sævar Eyjólfsson gengu í það heilaga í New York á miðvikudaginn síðastliðin. Nýbökuðu hjónin eru að njóta lífsins í fríi í stórborginni og virðast skemmta sér konunglega.

Sigga Dögg, sem er þekktasti kynfræðingur landsins, rithöfundur, sjónvarpsstjarna og svo margt annað, greindi frá þessu á Instagram.

Hún sagði að athöfnin hefði verið „mjög sóðaleg“ og „algerlega bönnuð innan átján ára.“ En þau ætla að halda „íslenskt ástarpartí í sumar með okkar besta fólki, með fallegum krúttheitum og tjútti.“

Mynd/Instagram

„Í gær vorum við gefin saman. Og það var alger sóðabrókarathöfn þar sem heitin voru dónaleg og algerlega bönnuð innan átján ára,“ sagði kynfræðingurinn í Story á Instagram.

„Athöfnin í gær, ómægod það var svo gaman. Vitnin okkar voru fólk sem við vorum að kynnast á djamminu á laugardaginn,“ sagði hún og hló.

„Heitin sem við fórum með, á ensku. Mmm, þau náðust á myndband en ég er ekki viss um að við getum gefið það út. Við vorum í kasti […] Ég leyfði mér að vera eins sóðaleg og ég mögulega gat í heitunum og það var svo skemmtilegt. En svo verðum við krútt á Íslandi í sumar.“

Sigga Dögg og Sævar hafa verið saman í um tvö ár. Sævar er frá Bolungarvík og fyrrverandi fótboltamaður. Þau eiga bæði börn úr fyrra sambandi.

Fókus óskar hjónunum innilega til hamingju með ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann