fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Lögmaður Depp glotti og þagði þegar hún var spurð um meint samband þeirra

Fókus
Miðvikudaginn 18. maí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn lögmanna leikarans Johnny Depp, í meiðyrðamáli hans gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard, hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í dómsal undanfarna daga. Lögmaðurinn, Camille Vasquez, þykir vera með munninn fyrir neðan nefið og hefur hún unnið sér inn stóran aðdáendahóp undanfarna daga.

Aðdáendur Depp keppast nú við að hrósa henni og hafa margir birt myndir af sér í bolum þar sem stendur „Ég hjarta Camille Vasques“ sem og birt jörm þar sem Camille er líkt við þrumuguðinn Þór.

Það var því líklega aðeins tímaspursmál hvenær sá orðrómur færi á kreik að hún væri að slá sér upp með skjólstæðingi sínum, Johnny Depp. Þykir aðdáendum ljóst af útsendingu réttarhaldanna að hlýtt sé á milli þeirra Vasques og Depp og hafa hörðustu aðdáendurnir jafnvel lagt mikið á sig til að ná myndbrotum og myndum úr réttarsal sem eiga að sína þau horfa á hvort annað, haldast í hendur eða tala náið saman.

Þegar Vasquez yfirgaf dómshúsið í gær biðu þar ljósmyndarar auk annarra og var þar þessi kjaftasaga borin undir hana.

Vasquez svaraði þó ekki spurningunni en þó töldu margir að líkamstjáning hennar væri nægjanlegt svar. Hún hafi kinkað lítillega kolli og glott.

Miðillinn TMZ henti þó kaldri tusku á þá sem trúa kjaftasögunni. Þau séu ekki saman og þar að auki er Vasques nú þegar lofuð annarri manneskju. Og ef maður horfir betur á viðbrögð hennar, sem má sjá á myndbandi TMZ hér fyrir neðan, þá er hún nú líklegast að hlæja að kjaftasögunni, en ekkert umfram það.

Vasquez er 37 ára gömul og er sérhæfð í að sækja meiðyrðamál. Hún var á síðasta ári nefnd „One to Watch“ af lögfræðitímaritinu Best Lawyers.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 5 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara