fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Saga karlmanns sem lýsir „ótrúlegu“ kynlífi með móður sinni vekur óhug

Fókus
Mánudaginn 9. maí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim West gaf son sinn til ættleiðingar þegar hún var nítján ára gömul. Um þremur áratugum seinna fékk hún bréf frá honum þar sem hann óskaði eftir því að fá að kynnast móður sinni. Þau byrjuðu að tala saman í gegnum síma og ákváðu að mæla sér mót á hóteli. Þar deildu þau kampavínsflösku og síðan sínum fyrsta kossi.

Ben Ford, sonur Kim, varð ástfanginn af móður sinni og hún honum. Samband þeirra þróaðist í sifjaspell og byrjuðu þau að stunda kynlíf. Hann var giftur og sagði við eiginkonu sína að hann væri að fara frá henni fyrir móður sína.

 

Saga Ben og Kim vakti heimsathygli fyrst árið 2016, þegar þau opinberuðu samband sitt og stigu fram í fjölmiðlum. Ben sagði að kynlíf hans og móður hans væri „ótrúlegt.“

Þau neyddust til að fara í felur þar sem sifjaspell er ólöglegt í Michigan, þar sem þau áttu heima. Þau áttu yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist, en þau héldu því fram að furðulega samband þeirra væri afleiðing GSA (Genetic Sexual Attraction).

Hvað er GSA?

Genetic Sexual Attraction, eða GSA, lýsir sér þannig að blóðskyldir einstaklingar, sem hafa verið aðskildir í langan tíma, líkt og í tilfelli Bens og Kims, fara að finna fyrir kynferðislegum tilfinningum gagnvart skyldmenni sínu.

Ekki er langt síðan þetta hugtak, GSA, náði útbreiðslu en það var á níunda áratug liðinnar aldar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem birtist í British Medical Journal, finnur allt að helmingur einstaklinga, sem aðskildir hafa verið frá blóðskyldum ættingjum sínum síðan í barnæsku, fyrir kynferðislegum tilfinningum til viðkomandi þegar þeir eru sameinaðir að nýju.

„Okkur er ætlað að vera saman“

Nú er samband þeirra að vekja athygli á ný eftir að The Sun greindi frá því. Netverjar hafa haft nóg um málið að segja og hefur það vakið mikinn óhug. Margir velta því fyrir sér hvar parið sé í dag.

„Þetta er ekki sifjaspell, þetta er GSA. Okkur er ætlað að vera saman,“ sagði Kim á sínum tíma við The New Day.

„Ég veit að fólk segir að við séum ógeðsleg og að við ættum að geta stjórnað tilfinningum okkar, en þegar þú elskar svo heitt að þú ert tilbúin að fórna öllu fyrir manneskjuna, þá verður þú að berjast fyrir því.“

Samkvæmt News.au sagði Ben við eiginkonu sína: „Síðan ég hitti [móður mína] í fyrsta skipti þá ímynda ég mér að hún sé þú í hvert skipti sem við stundum kynlíf, annars gæti ég ekki haldið reisn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram