fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Kettlingurinn var hræddur uppi í tré – „Við myndum aldrei meiða kött“

Fókus
Föstudaginn 29. apríl 2022 10:00

Dísa María með kisu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Áróra Glóð vinkona mín vorum í frímínútum á leiðinni að fá okkur að borða þegar við tókum eftir þessum litla kettlingi,“ segir Dísa María Eyþórs. „Við Áróra elskum ketti og klöppuðum honum en á leiðinni til baka sáum við að það var annar stærri köttur að ráðast á hann svo að kettlingurinn hljóp upp í tré.“ Dísa og Áróra ráku stærri köttinn frá en litli kettlingurinn sat fastur uppi í tré.

„Við reyndum að lokka hann niður án árangurs og fá hann til að stökkva til að við gætum gripið hann en hann var of hræddur. Fullt af nemendum löppuðu framhjá og sögðu okkur að láta hann í friði og hann myndi redda sér en við vildum ekki fara fyrr en við værum vissar um að það yrði allt í lagi með hann.“

Togið á skottinu!

Kettlingurinn var frelsinu feginn.

Vinir þeirra héldu flestir í skólann en vinkonurnar voru næstu tuttugu mínúturnar að ná kisu neðar í tréð með mjúkmælum og reyndi Dísa að klifra upp en greinarnar of mjóar. Á endanum var hann þó komin niður í tveggja og hálfs metra hæð frá jörðu en stelpurnar náðu illa taki á kisa. Þá var kominn hópur af krökkum að fylgjast með og kalla til þeirra að toga kettlingin niður á skottinu.

„Við myndum aldrei meiða kött með því að toga í skottið á honum. En við vorum svo heppnar að stelpan í næsta húsi kom út með kattanammi. Við bjggum þvi til hálfgert björgunarteppi úr yfirhöfn og lyftum eins hátt og við gátum með namminu á.“

Áróra Glóð

Alveg sama

Á endanum gat kettlingurinn ekki staðist nammið og stökk á „teppið“ sem þær lækkuðu varlega. Vinkonurnar föðmuðu svo kettlingin áður en þær slepptu honum. „Ég mætti auðvitað alltof seint í tíma. Vð Áróra erum miklar dýramanneskjur, sérstaklega elskum við ketti, og mér er alveg sama þótt ég fái seint í kladdann. Við hefðum aldrei skilið lítinn kettling fastan uppi í tré,“ segir Dísa María Eyþórs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Í gær

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi