fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Gerðu grín að löðrungi Will Smith á Grammys-verðlaunahátíðinni

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 4. apríl 2022 09:43

Myndir/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einungis 7 mínútur höfðu liðið af Grammys-verðlaunahátíðinni áður en gert var grín að löðrungi Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni. Trevor Noah, kynnirinn á hátíðinni, var sá sem braut ísinn en það gerði hann undir lokin á ræðunni sem hann hélt í upphafi hátíðarinnar.

„Ekki hugsa um þetta sem verðlaunahátíð, þetta eru tónleikar þar sem við gefum út verðlaun. Við erum að fara að hlusta á smá tónlist, við erum að fara að dansa, við erum að fara að syngja og við erum að fara að halda nöfnum fólks úr munnunum á okkur,“ sagði Noah og vísaði þar með í það sem Smith sagði eftir að hann hafði slegið Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Noah var þó ekki sá eini sem vísaði í löðrunginn þetta kvöldið. Trommarinn Questlove gerði það einnig þegar hann var að fara að tilkynn ahver myndi hljóta verðlaun fyrir lag ársins. Questlove var sá sem vann verðlaunin sem Chris Rock veitti rétt eftir að Smith sló hann. „Okei, ég er að fara að kynna þessi verðlaun og ég treysti því að þið haldið ykkur í 500 feta fjarlægð frá mér,“ sagði trommarinn á Grammys-verðlaunahátínni í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“