Íranski frumkvöðullinn Patrick Bet-David segist á Twitter gjarnan hugsa í stærðfræðiformúlum. Hann hafi því ákveðið að bera saman nokkrar dagsetningar, upphaf heimsstyrjaldanna tveggja og svo daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann fann þar viss líkindi sem hann segir furðuleg.
Fyrri heimsstyrjöldin hófst þann 28. júlí árið 1914 , eða 28/7/1914
Patrick skipti dagsetningunni í fjórar tölur – 28, 7, 19 og 14 og lagði þær saman. Útkoman var 68.
Seinni heimsstyrjöldin hófst þann 1. september 1939. Með sömu aðferð fékk Patrick einnig út 68.
Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Aftur beitti Patrick ofangreindri aðferð og fékk út …… 68.
Hefur þetta einhverja þýðingu? Að öllum líkindum ekki og má skrifa þetta á hreina tilviljun. En engu að síður hefur þessi færsla Patricks vakið töluverða athygli og miklum umræðum meðal þeirra sem aðhyllast samsæriskenningar að ýmsu tagi.
Einn skrifaði þó í athugasemd: „Ég þoli ekki þegar fólk birtir svona upplýsingar eins og það sé einhver spádómur. Þú veist að það er að minnsta kosti einn dagur í hverjum mánuði á þessu ári þar sem útkoman verður 68 með þessari aðferð? Líkurnar á þessu eru ekki lágar.“
Everything to me is a mathematical formula.
This one is strange. 👇🏽 pic.twitter.com/zJuPGf0LQe
— Patrick Bet-David (@patrickbetdavid) March 5, 2022