fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Svona endaði tónlist eftir 17 ára Íslending á nýjustu Kanye West plötunni – „Þetta gerðist allt svo fljótt“ segir Konráð

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 10:45

Til vinstri: Konráð Darri - Til hægri Kanye West

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. febrúar síðastliðinn gaf  tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem flestir þekkja sem Kanye West, plötuna Donda 2 út. Um er að ræða framhald á plötunni Donda sem kom út í fyrra.

Platan er nokkuð sérstök að því leyti til að hana er ekki að finna á neinni af stærstu streymisveitum heims eins og Spotify eða Apple Music. Til þess að hlusta á plötuna þarf að kaupa svokallaðan Stem Player og hlaða plötunni niður á þá græju en um er að ræða tæki sem gerir notendanum kleift að breyta og bæta tónlistina í rauntíma.

Það er þó ekki það eina áhugaverða við þessa plötu, sérstaklega ekki fyrir okkur hér á Íslandi. Því eitt lag á plötunni kemur úr smiðju hins 17 ára gamla Konráðs Darra Birgissonar sem gengur undir listamannanafninu Kid Krono. Konráð býr í New York og hefur búið þar alla sína ævi.

Byrjaði 7 ára gamall í Garageband

DV ræddi við Konráð um tónlistina en hann byrjaði upphaflega að gera tónlist þegar hann var 7 ára gamall. „Pabbi minn er tónlistarframleiðandi og hann kynnti mig fyrir tónlistinni. Ég byrjaði að prófa mig áfram við að gera tónlist sjálfur þegar ég var 7 ára gamall og notaði til þess forritið Garageband,“ segir hann.

„Á þessum aldri var ég augljóslega ekki að taka þessu neitt alvarlega en pabbi minn hjálpaði mér við að birta tónlistina sem ég gerði á YouTube. Í júlí árið 2020 byrjaði ég svo að taka tónlistinni alvarlega, ég bjó til Instagram-síðu og byrjaði að gefa út takta tvisvar í viku. Það var ekki fyrr en í ágúst árið 2021 sem ég náði svo að koma tónlistinni minni almennilega út.“

Stór tónlistarframleiðandi kom laglínunni áfram

Konráð útskýrir svo hvernig tónlist eftir hann endaði á plötu hjá einum frægasta tónlistarmanni heims. „Ég er svokallaður „loop maker“ en það þýðir að ég geri laglínur fyrir lög. Ég byrjaði að byggja upp lista af tónlistarframleiðendum og svo sendi ég þeim þessar laglínur. Þegar tíminn leið var ég kominn með góð tengsl,“ segir hann í samtali við blaðamann.

„Ég sendi eina af þessum laglínum út, laglínu sem ég nefndi „On the Low“ og gerði með Gavin Hadley í mars árið 2021. Það er frekar fyndið að þetta var ein af fyrstu laglínunum sem ég gerði. Þegar ég var svo að senda laglínur út ákvað ég að endurhljóðblanda þessari laglínu og senda hana út aftur.“

Það var þá sem laglínan kom á borðið hjá tónlistarframleiðandanum JW Lucas en hann hefur unnið með nokkrum af stærstu stjörnum heims um þessar mundir. JW Lucas meðframleiddi til að mynda XO TOUR Llif3 eftir Lil Uzi Vert og What’s Poppin eftir   Jack Harlow. „Hann vann í laglínunni, sendi hana á teymið hans Kanye og „the rest is history“,“ segir Konráð en laglínan hans endaði í laginu Louie Bags á plötunni.

„Þetta er ótrúlegt“

Aðspurður hvernig honum líði með að tónlist eftir hann sé á plötu eftir Kanye segir Konráð að hann sé ekki búinn að meðtaka þetta ennþá til fulls. „Þetta gerðist allt svo fljótt. Ég komst að því að laglínan mín væri á plötunni á sunnudaginn í síðustu viku og ég heyrði lagið í fyrsta skipti á tónleikum með 35 þúsund manns. Þetta er ótrúlegt,“ segir hann.

Konráð segist ekki stefna í neina sérstaka átt eftir þetta. „Ég vil bara halda stöðugt áfram að gera tónlist og mynda enn verðmætari tengsl í bransanum,“ segir hann.

Að lokum kemur hann með góð ráð til ungra tónlistarframleiðenda. „Myndaðu tengsl og láttu fólk heyra tónlistina þína. Nálgastu bransann með sjálfstraust og þolinmæði að vopni. Finndu fólk sem styður þig og þú styður á móti. Að lokum muntu sjá árangur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun