fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Gervibrjóst og talandi typpi stálu athyglinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. febrúar 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu þrír þættirnir af nýju Hulu og Disney+ þáttunum Pam & Tommy komu á streymisveiturnar á miðvikudaginn síðastliðinn.

Þættirnir fjalla um Baywatch-stjörnuna Pamelu Anderson og fyrrverandi eiginmann hennar og Mötley Crue-trommarann Tommy Lee, og atburðarásina sem átti sér stað eftir að kynlífsmyndbandi þeirra var leikið.

Beðið hefur verið eftir þáttunum með mikilli eftirvæntingu og mikil spenna skapast í kringum þá.

Skjáskot/Hulu

Fyrstu þrír þættirnir eru komnir en mun svo einn þáttur koma í viku, þeir verða átta talsins.

Lily James og Sebastian Stan fara með hlutverk Pam og Tommy og mætti segja að búningahönnun þáttanna hefði stolið athyglinni. Það er ótrúlegt hvað búningahönnuði þáttanna tekst að gera Lily og Sebastian lík þeim Pam og Tommy.

Það er farið alla leið með búningana en Lily er með ótrúlega raunveruleg gervibrjóst (e. prosthetics) í þáttunum, í stærð 34DD, til að líkjast fræga barmi Baywatch-stjörnunnar.

Skjáskot/Hulu
Skjáskot/Hulu

Það sést fyrst í brjóstin í öðrum þætti en eftir það sést reglulega í þau, en nektarsenurnar eru margar. Áhorfendur voru agndofa yfir hversu raunveruleg brjóstin eru en það var ekki það sem var helsta umræðuefnið, heldur sýndarveruleikatyppi (e. animatronic) Sebastian, sem í þokkabót talar í þættinum.

Skjáskot/Hulu
Skjáskot/Hulu
Skjáskot/Hulu

Í atriðinu er Tommy undir áhrifum fíkniefna og er að eiga samræður við typpið sitt, sem varar hann við því að verða ástfanginn.

Hér að neðan má sjá viðbrögð netverja við talandi typpi Tommy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hóbósexúalismi að aukast víða í heiminum – Hvað er nú það?

Hóbósexúalismi að aukast víða í heiminum – Hvað er nú það?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ríku krakkarnir á Instagram – Hvar eru þau nú?

Ríku krakkarnir á Instagram – Hvar eru þau nú?