fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Rakst á Matt Damon 20 árum eftir að hann hætti með henni í beinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. september 2021 15:42

Minnie Driver og Matt Damon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið pínlegt að rekast á fyrrverandi. Hvað þá þegar fyrrverandi tilkynnti um sambandsslitin fyrir framan milljónir manna.

Spólum aðeins til baka. Leikkonan Minnie Driver kynntist leikaranum og handritshöfundinum Matt Damon í áheyrnarprufum fyrir kvikmyndina The Good Will Hunting. Þau byrjuðu saman og voru eitt heitasta par Hollywood á sínum tíma. Þau voru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Matt Damon vann Óskarsverðlaun ásamt Ben Affleck fyrir besta handritið.

Þau voru vinsælasta par Hollywood á sínum tíma. Mynd/Getty

Þau voru búin að vera saman í rúmt ár þegar Matt fór í alræmt viðtal til Opruh í „The Oprah Winfrey Show“ árið 1997.

Matt var þá 28 ára og Minnie 27 ára. Aðspurður í viðtalinu um sambandsstöðu sína sagðist hann vera einhleypur. Það voru fréttir fyrir Minnie sem kallaði hegðun hans „stórkostlega óviðeigandi“ á sínum tíma. Það er óhætt að segja að fjölmiðlar hafi h aft mikinn áhuga á sambandsslitum þeirra.

Hittust á ströndinni

Í hlaðvarpsþættinum Keep It! segist Minnie hafa rekist á Matt síðasta sumar, tuttugu árum eftir að þau töluðu saman síðast.

„Ég rakst á Matt Damon á ströndinni og ég hafði ekki talað við hann síðan við tókum upp [Good Will Hunting], í alvöru,“ segir Minnie.

„Þetta var síðasta sumar og það var reyndar mjög indælt að hitta hann og börnin hans og eiginkonu hans. Það var smá svona miðaldra fílingur í þessu, sem var traustvekjandi.“

Minnie segir að það hefði verið gott að eiga „miðaldra samtal um veðrið og þess háttar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir