fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Fyrrum kennari ætlar sér að gera klám í geimfari Elon Musk

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. september 2021 21:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Nafty er stórhuga en það ætlar sér að sjá til þess að klámstjarnan Lexi Luna verði fyrsta klámstjarnan sem tekur upp klám úti í geim.

Nafty er rafmyntafyrirtæki sem sérhæfir sig í erótísku efni. Fyrirtækið heldur til dæmis uppi markaði fyrir eins konar stafræn skírteini (e. non-fungible token) sem eru flest nokkuð klámfengin.

Þá heldur fyrirtækið einnig uppi áskriftarvefsíðunni NaftyFans en sú síða svipar að miklu leyti til OnlyFans, munurinn liggur í því að notendur NaftyFans notast við rafmynt þeirra til að kaupa efni. Fyrirtækið vill meina að það hækki ágóða notenda og sé því betra en OnlyFans.

Ljóst er að Nafty ætlar sér stóra hluti á klámmarkaðnum en DailyStar greindi frá því í dag að fyrirtækið ætli sér að reyna að koma klámstjörnu á sínum vegum út í geim. Ætlunin er að fá pláss fyrir Lexi í geimfari SpaceX, sem er að mestu leyti í eigu auðjöfursins Elon Musk.

Fyrirtækið hefur nú þegar sótt um að fá að kaupa miða fyrir Lexi en hún er ein af fjölmörgum sendiherrum fyrirtækisins. „Nú þegar almennir borgarar geta ferðast út í geim viljum við vera hluti af þessum tímamótum í mannkynssögunni með því að senda Lexi Luna út í geim,“ segir Rob Kemenyfi, framkvæmdastjóri Nafty.

Áður en Lexi gerðist klámstjarna vann hún sem kennari, eitt af hennar uppáhalds fögum til að kenna var einmitt stjörnufræði. Rob segir að þetta geri Lexi að fullkomnum kandídat fyrir farþega í geimfarinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum