fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Verður fyrir aðkasti vegna húðflúranna en sér aðeins eftir einu – Þetta er ástæðan

Fókus
Fimmtudaginn 2. september 2021 22:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah-Jane Sinclair er 25 ára og lýsir sér sjálfri sem tattúfíkli. Hún segist stöðugt fá leiðinlegar og neikvæðar athugasemdir á samfélagsmiðlum vegna húðflúranna, sérstaklega þeirra níu sem hún er með í andlitinu. En hún sér aðeins eftir einu tattúi. The Sun greinir frá.

Sarah-Jane er frá Essex og fékk sér fyrsta tattúið 18 ára. Hún segir að fólk stari mikið á hana úti á götu og hún verði reglulega fyrir netníði.

En hún lætur það ekki á sig fá. Hún elskar tattúin sín og sér aðeins eftir einu þeirra, nafni fyrrverandi kærasta síns. Hún fékk sér tattúið þegar þau voru búin að vera saman í aðeins tvær vikur.

Sarah-Jane segir að þáverandi kærasti hennar hefði reynt að tala hana úr því að fá sér nafnið hans á rassinn. En hún komst seinna að því að ástæðan fyrir því var að hann var að halda framhjá henni.

„Ég er ekki búin að láta setja yfir það en ég á eftir að gera það,“ segir hún.

Hana langar að vera öll þakin húðflúrum og ætlar ekki að stoppa fyrr en henni hefur tekist það. „Ég passa ekkert inn í samfélagið og við ættum ekki að vera öll eins. Ég elska að vera ég sjálf og frjáls. Ég vorkenni fólki sem lætur þetta trufla sig, frekar sorglegt og leiðinlegt,“ segir hún.

Sarah-Jane er ekki aðeins hrifin af bleki til að breyta útliti sínu heldur einnig fylliefni og ljósabekkjum. Hún er með fylliefni í vörum, nefi og höku. Hún fer einnig í ljós nær daglega en viðurkennir að núverandi kærasti hennar hefur lýst yfir áhyggjum sínum á ljósabekkjanotkun hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““