fbpx
Þriðjudagur 18.janúar 2022
Fókus

Formenn flokkanna sem samlokur – Þorgerður Katrín gómsætust en Sigmundur Davíð verstur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. september 2021 19:30

Víðir Hólm slær í gegn á TikTok með Kosningalokur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur einhvern tíma hugsað: „Ef Bjarni Ben væri samloka, hvers konar samloka væri hann?“ Ekki örvænta, Víðir Hólm Ólafsson er með svarið.

Víðir Hólm er kvikmyndagerðarmaður sem hefur slegið í gegn á TikTok fyrir matreiðslumyndbönd sín. Í nýjustu myndbandaseríunni sinni, Kosningalokur, gerir hann samlokur sem eru innblásnar af formönnum íslensku stjórnmálaflokkanna.

Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi og birtir Víðir myndbönd fram að kosningum. Hann hefur nú þegar birt sex myndbönd en hann segir að besta samlokan sé eftir. Það er samloka Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar.

Sumar samlokurnar komu sjálfkrafa

„Ég hef verið að gera matreiðslumyndbönd á Instagram og TikTok og var að leita að nýjum hugmyndum. Ég ætlaði að gera samlokur innblásnar af tónlistarmönnum en svo bara fattaði ég hvað væri stutt í kosningar þá fannst mér það þetta liggja í augum uppi. Sumar uppskriftir komu sjálfkrafa til mín þannig ég ákvað að byrja á þessu,“ segir Víðir Hólm.

Myndböndin hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega TikTok þar sem hvert myndband fær tugi þúsunda í áhorf.

„Skemmtilegasta myndbandið að mínu mati var samloka Sigurðar Inga. Samlokan er mjög í karakter fyrir Framsóknarmann, lambakóteletta í raspi með rauðkáli og sultu. En besta samlokan var sú sem var innblásin af Þorgerði Katrínu fyrir Viðreisn. Það er rjúpuþema í henni en myndbandið á eftir að koma út,“ segir hann.

Víðir viðurkennir að versta samlokan hefði verið samloka Sigmundar Davíðs, hrátt nautahakk í franskbrauði. „Ekki beint það besta,“ segir hann.

Erfiðast var að gera samloku fyrir Pírata en sá háttur er hafður í Pírataflokknum að við upphaf hvers löggjafarþings er nýr formaður valinn með hlutkesti og það fylgja engar formlegar skyldur hjá flokknum. „Það flækti þetta smá,“ segir Víðir.

Sjáðu samlokur formannanna hér að neðan.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins

Ribeye- og humarsamloka með bernaise pöruð með léttvíni.

@vidirholmFyrsti partur af Kosningalokum, rándýr samloka innblásin af Bjarna Ben 💸 [1/9] – ##fyp ##cooking ##surfnturf

♬ Lo-fi hip hop – NAO-K

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

Hrátt íslenskt nautahakk í hvítu franskbrauði með ískaldri nýmjólk.

@vidirholmReply to @pandadamemer Annar partur af Kosningalokum. Simmi D varð fyrir valinu og auðvitað kom bara eitt til greina…🤢🙄 [2/9] ##fyp ##cooking ##raw

♬ Food – Densky9

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalista flokksins

Grilluð samloka með skinku og rauðum ríkisstyrktum osti. Einhver tók helminginn.

@vidirholmÞá er komið að formanni Sósíalistaflokksins, comrade Gunnar Smári 🚩⚒ Kosningalokur [3/9] ##fyp ##cooking ##socialism

♬ Food – Densky9

Jón Þór Ólafsson, formaður Pírata

Beef jerky á milli tveggja matarkexa skolað niður með hvítum Monster orkudrykk.

@vidirholm🏴‍☠️ Eins og flokkurinn, þá er þessi samloka mjög óhefðbundin, en þó mjög próteinrík. Kosningalokur [1/9] ##fyp ##cooking ##pirate

♬ Food – Densky9

Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins

Lambasneið í raspi, hangikjöt, rabarbarasulta og rauðkál í hamborgarabrauði. Parað með íslensku Malti og ekki gleyma þumalhringnum.

@vidirholmÞá komið að formanni Framsóknar og sveitapiltinum Sigurði Inga 🐑🇮🇸Kosningalokur [5/9] ##fyp ##cooking ##lamb

♬ Lo-fi hip hop – NAO-K

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Súrdeigs baguette brauð með frönsku smjöri, skinku og frönskum osti. Parað með „rauðvíninu sem Logi borgaði Þorgerði.“

@vidirholmNú er það Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinar – Kosningalokur [6/9] ##fyp ##cooking

♬ Food – Densky9

Víðir segist ekki vera hlynntur neinum ákveðnum flokk og hefur aldrei kosið það sama. Aðspurður hvort hann sé búinn að ákveða hvað hann ætlar að kjósa svarar hann neitandi en segist þó vera búinn að ákveða hvað hann ætlar ekki að kjósa.

Þú getur fylgst með Víði á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt