fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fókus

James Corden fær nálgunarbann gegn konu sem vill ólm giftast honum

Fókus
Föstudaginn 10. september 2021 14:08

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn James Corden hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn konu sem hefur áreitt hann og vill að eigin sögn giftast honum.

Samkvæmt gögnum málsins þá er um að ræða 30 ára konu sem hefur setið um fyrir Corden um nokkurt skeið. Meðal annars á hún að hafa setið um heimili hans í Los Angeles í tæpa viku í sumar og yfirgaf aðeins svæðið eftir að lögregla hafði afskipti af henni.

Corden segir að með tíma hafi áreitnin ágerst. Konan á að hafa birst á upptökustað þáttar Corden og tilkynnt þar hverjum sem heyra vildi að hún væri þangað komin til að giftast þáttastjórnandanum.

Corden segist ekki kunna deili á konunni en segir hana engu að síður hafa tilkynnt lögreglu að hún og Corden hefðu áform um að hlaupast brott saman til að láta gefa sig saman í Las Vegas.

Konan mun standa í þeirri trú að eiginkona Corden til margra ára, Julia Carey, hafa stolið Corden frá henni og sé eina hindrunin á leið þeirra í hjónabandssæluna.

James segist óttast að eiginkonu hans og börnum standi ógn af eltihrellinum, einkum í ljósi þess að konunni hafi þegar tekist að komast nærri heimili hans og vinnustað.

Samkvæmt nálgunarbanninu má konan ekki koma nærri Corden, konu hans og börnum en 100 metra og þarf að lata af öllum tilraunum til að setja sig í samband við stjörnuna.

Frétt Daily Star

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“