fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

„Eiginkonan greip mig glóðvolgan með systur hennar“

Fókus
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hann hefur komið sér í mikil vandræði eftir fjölskylduferðalag til Portúgal.

„Eiginkonan greip mig glóðvolgan með systur hennar og nú hef ég misst allt,“ segir maðurinn. Hann er 36 ára og eiginkonan er 34 ára. Þau eiga tvo litla drengi.

„Fyrir nokkrum vikum var tengdafaðir minn sjötugur og við fórum öll saman til Portúgal til að fagna stórafmælinu. Mágur minn og fjölskylda hans komu og þrítug systir eiginkonu minnar. Hún er einhleyp og stórglæsileg,“ segir maðurinn

„Eitt kvöldið vorum við að spila, drekka og skemmta okkur. Þegar tengdafaðir minn fór að sofa fórum við í flöskustút. Við vorum búin að drekka allt of mikið. Mágkona mín svaraði því hvern hún myndi vilja kyssa í stórfjölskyldunni og ég datt næstum því úr stólnum þegar hún benti á mig. Hún kyssti mig snöggum mömmukossi og við hlógum öll.“

Stuttu seinna fór mágur hans að sofa ásamt eiginkonu sinni. „Síðan fór eiginkona mín inn því yngri sonur okkar var grátandi. Eftir sátum við bara tvö, ég og mágkona mín. Ég sagði henni að ég væri upp með mér að hún hefði bent á mig fyrr um kvöldið og hún sagði: „Ég hef alltaf verið skotin í þér.“ Ég var svo hissa. Hún kyssti mig og eitt leiddi af öðru og við enduðum með að stunda kynlíf á sólbekk á veröndinni. Síðan kom eiginkona mín út til að spyrja um stútkönnu sonar okkar. Það hefur aldrei runnið eins hratt af mér. Hún var miður sín og ég líka,“ segir maðurinn.

„Hún segir að ég sé búinn að eyðileggja hana og brotið í henni hjartað. Hún segir að ef við tökum saman aftur þá verður engin ást né nánd. Ég sé svo eftir því sem ég gerði. Hvernig get ég fengið hana til baka?“

Deidre svarar

Deidre svarar manninum. „Þú fórst yfir strikið og þú munt þurfa að grátbiðja hana um fyrirgefningu í langan tíma. Systir hennar einnig. Segðu eiginkonu þinni að þú hefur gert stór mistök og ert reiðubúinn að gera hvað sem er til að bæta þau upp. Hún á allavega skilið annað ferðalag til að bæta upp fyrir hitt. Útskýrðu að þú veist að þú hefur sært hana en þú ætlar að sækja þér faglegar aðstoðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“