fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Kara og Viktor svipta hulunni af klámstjörnubransanum – „Menn eru að biðja um sérstök myndbönd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpið Átján Plús er kominn í loftið á öllum helstu hlaðvarpsveitum og fjallar þátturinn um íslenskt klám og kynlíf. Þátturinn er í umsjá klámstjörnuparsins Köru og Viktors sem tala opinskátt um starf sitt í klámi sem LoveTwisted og Mr. LoveTwisted inn á vefsíðunni OnlyFans.

„Okkur finnst í fyrsta lagi rosalega gaman að tala um þetta málefni, en svo er líka þörf á því að opna umræðuna meira og hætta að líta á þetta sem eitthvað tabú,“ segir Kara.

„Okkur langar að tala um þetta óheflað og svolítið eins og hlustandinn sæti með okkur við kaffiborðið,“ segir Viktor

Í fyrsta þættinum tala þau um hvernig þau byrjuðu á OnlyFans og hvernig starfið er.

Sérpöntuð myndbönd með sérstökum beiðnum

„Menn eru að biðja um sérstök myndbönd þar sem ég geri eitthvað sérstaklega fyrir þá, krota nafnið þeirra á líkamann, segja nafnið þeirra eða hvað sem er,“ segir Kara.

„Nú eru klámstjörnur komnar miklu nær manni þegar maður getur spjallað við þær og verslað beint við þær,“ segir Viktor.

Myndsímtöl eru 2021 útgáfan af Rauða Torginu

„Ég er að bjóða upp á myndsímtöl þar sem ég er að spjalla við einn viðkomandi, í raun eins og símakynlíf en með þeirri tækni sem er í boði í dag,“ segir Kara.

Parið heldur einnig úti rás á stærstu klámsíðu heims, Pornhub. En þau hafa lokað fyrir íslenska notendur. Viktor útskýrir ástæðuna fyrir því.

„Ástæðan er einfaldlega sú að við erum bara að halda þessu efni frá okkar nánustu sem vilja ekkert endilega detta óvart inn á þetta í sínu vafri um klámsíður. Það er nefnilega auðvelt að sjá hluti óvart á Pornhub en ekki á OnlyFans þar sem sú síða er lokuð nema fyrir áskrifendur,“ segir Viktor.

Bandarískur aðdáandi keypti úlpu sem notuð var í myndbandi á Pornhub

„Úlpan sem ég var í á þessu myndbandi fékk óvæntar viðtökur og fór ég að fá skilaboð og athugasemdir við myndbandið hvað úlpan væri flott, hvort ég gæti gert meira af efni í henni og eitthvað, þangað til einn maður í Bandaríkjunum setti sig í samband við mig um að fá að kaupa hana,“ segir Kara.

„Það varð að þeim viðskiptum og mæli ég með því að fólk hlusti á þáttinn til að heyra þá sögu í fullri lengd því það er meira sem kom svo í ljós.“.

Fyrsti þáttur af Átján Plús er kominn inn á Spotify og hvetja Kara og Viktor alla sem eru átján ára og eldri að hlusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar