fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Valur átti í stormasömu sambandi við rússneska konu – „Þú berð ábyrgð á öllu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 20:30

Valur Gunnarsson rithöfundur. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson rithöfundur segir frá stormasömu ástarsambandi sínu og hinnar rússnesku Juliu Sesar í Ástarsögur, hlaðvarpsþætti á Rás 1.

Valur og Julia kynntust í Helsinki árið 1999. Hann heillaðist strax af henni og ekki leið á löngu þar til þau voru byrjuð að fara í göngutúra og bíóferðir saman. En síðan lauk dvöl hans í Finnlandi og hann hélt heim á leið og Julia fór aftur til Rússlands.

Þau byrjuðu síðan að skrifast á og hittust aftur í Finnlandi. Samband þeirra blómstraði hægt og segir Valur það sé vegna óframfærni af hans hálfu.

Valur segist hafa verið heillaður af menningarheimi Juliu en það er óhætt að segja að hans æska hefði verið ólík Juliu sem ólst upp í Sovétríkjunum.

Sambandið tók stökk eftir að þau byrjuðu að sofa saman en flæktist í kjölfarið. „Eins og ég átti eftir að komast að síðar þá er það svolítið þannig að þegar þú ert byrjaður í sambandi með rússneskri konu þá berð þú ábyrgð á öllu. Það er þér að kenna að sambandið byrjaði og þú átt að taka allar ákvarðanir,“ segir Valur í þættinum. Hann bætir við að Julia hefði átt það til að fara í fýlu ef hann setti upp rangan svip, þó það hefði verið ómeðvitað.

„Þetta fannst mér rosalega skrýtið, en var tiltölulega algengt því Rússar á dögum Sovétríkjanna hafa lært að treysta ekki neinu sem neinn segir, svo þeir eru alltaf að lesa í svipbrigði fólks og dæma út frá því. Maður þarf alltaf að vera sjálfsöruggur og brosandi í framan.“

Óumflýjanleg endalok

Valur fór fram og til baka yfir Atlantshafið. Hann elti Juliu til Rússlands en þar lauk sambandinu. Hann segist ekki viss hvað hefði orsakað sambandsslitinn en segir þau hefðu rifist mikið og að hann hefði hvorki þóknast henni í útliti né hegðun.

„Svo eru oft hlutir eins og að Rússar eru í fáránlega góðu formi, allir rosalega grannir sem ég var ekki, og það var eitthvað sem ég þurfti að laga. Það var eitt og annað sem gerði það að verkum að ég var ekki alveg að þóknast henni, hvorki í útliti né hegðun.“

Valur segir nánar frá ástarsambandi þeirra og óumflýjanlegum endalokum þess í þættinum. Þú getur hlustað á hann hér að neðan eða lesið nánar um sambandið í grein RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“