fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. júlí 2021 21:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fasteignavef Vísis má finna ansi óvenjulega auglýsingu fyrir eign sem er til sölu. Eignin er nokkurs konar hulduhús þar sem hvorki má sjá heimilisfang né myndir af eigninni í auglýsingunni. Um er að ræða 426 fermetra glæsihýsi í Garðabænum með fasteignamat upp á 141.200.000 krónur. Þá er ekkert ásett verð á eignina heldur er óskað eftir tilboðum.

Svona er eigninni sem um ræðir lýst á fasteignavefnum:

„Einstakt einbýli í Garðabæ. Húsið skiptist í anddyri, 4-5 barnaherbergi, hjónaherbergi með fata og baðherbergi inn af, borðstofa, rúmgóð stofa með laufskála/koníaksstofu inn af, eldhús, þvottahús, gangur, sjónvarpshol, arinstofa/skrifstofa, bílskúr. Í garði er baðhús með tengingu við garðinn með heitum potti, gufubaði og salerni. Lóðin er stór með stórum afgirtum og skjólssælum veröndum, geymsluskúr og baðhúsi ásamt leiktækjum fyrir börn. Hússtjórnunar kerfi er í húsinu ásamt fullkomnu öryggiskerfi. Húsið er upprunalega byggt 1990 en hefur verið endurnýjað mikið seinustu tvö ár með vönduðum gólfefnum og innréttingum. Einstök eign á fallegum stað í Garðabænum.“

Mannlíf fjallaði um eignina en samkvæmt heimildum þeirra er það Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Alvotech, sem á hulduhúsið sem verið er að selja. Heimildirnar herma að Róbert vilji fá 400 milljónir fyrir húsið en hann keypti það fyrir 170 milljónir fyrir tæpum þremur árum síðan.

Þau sem hafa fylgst með húsnæðismarkaðnum vita að það er barist um nánast allar eignir sem þangað detta inn, sérstaklega þær sem eru í ódýrari kantinum. Ljóst er að ekki er verið að berjast jafn hart um eign Róberts en húsið hefur verið á sölu síðan þann 6. júlí síðastliðinn. Þó er einhver áhugi á eigninni en nokkrum „vel völdum efnuðum einstaklingum“ hefur verið boðið að skoða húsið samkvæmt heimildum Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025