fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 24. júlí 2021 09:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirsætan Kerry Katona segist hafa grætt yfir milljón punda, eða um 169 milljónir í íslenskum krónum, með því að selja kynferðislegar myndir og þá sérstaklega myndir af fótunum sínum, svokallaðar tásumyndir.

Kerry hefur þó ekki alltaf verið í jafn góðum málum þegar kemur að peningum. Árið 2008 varð fyrirsætan gjaldþrota en á síðustu árum hefur hún náð að snúa vörn í sókn. Kerry, sem er í dag 40 ára gömul, er orðin milljónamæringur á ný en peningarnir streymdu inn eftir að hún opnaði aðgang á OnlyFans, þeirri vinsælu en um leið umdeildu vefsíðu.

„Fólk er ekki lengi að segja „hún er örvæntingarfull“ ef ég sýni smá af geirvörtunum mínum en ég er búin að græða mína fyrstu milljón síðan ég varð gjaldþrota svo ég er virkilega stolt,“ segir Kerry í samtali við Mirror um málið. „Ef það væri ekki fyrir OnlyFans þá ætti ég ekki pening til að fjárfesta í sjálfri mér og fyrirtækjum.“

Kerry er dugleg að birta nærfatamyndir af sér á OnlyFans en fylgjendur hennar borga henni meira til að sjá djarfari myndir, fótamyndir eru auk þess mjög vinsælar. „Ég sendi mest af kynferðislegum skilaboðum og myndum en ekkert meira en bara af mér á brjóstunum. Ég hef fengið fullt af beiðnum um tásumyndir frá fólki sem finnst svoleiðis vera spennandi,“ segir Kerry en ástæðan fyrir vinsældum tásumyndanna er eflaust stærðin á fótum fyrirsætunnar en hún notar skó í stærðinni 35 og hálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“