fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fjölkær eiginmaður sakaður um að hafa heilaþvegið eiginkonurnar – „Föstudag fram á sunnudag skiptumst við á“

Fókus
Sunnudaginn 18. júlí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heiti Kevin Westley, þetta er fallega eiginkonan mín, Jaime, og þetta er fallega eiginkonan mín, Lacee,“ svona hefst viðtal Truly við fjölkæra fjölskyldu. KevinJaime og Lacee eru í fjölkæru, gagnkynhneigðu, hjónabandi og gætu ekki verið hamingjusamari.

„Mánudag og þriðjudag eyðum við Jaime tíma saman, og augljóslega sofum við saman þá daga.  Lacee og ég eyðum tíma saman miðvikudag og fimmtudag. Og svo föstudag fram á sunnudag skiptumst við á,“ segir Kevin.

Kevin og Jaime giftu sig ung og áttu börn snemma. Þrjú börn sem öll eru táningar í dag. Eftir fjórtán ára hjónaband skildu þau að borði og söng og á þeim tíma kynntist Kevin Lacee.

„Ég hef ekki verið í fjölkæru sambandi áður og ég var ekki viss hvort ég gæti komið inn í sambandið á eftir annari konu en hann var skilinn að borði og sæng svo ég fékk tækifæri til að kynnast honum sem einstakling og verða ástfangin af honum. Við byrjuðum í þessu fjölklæra sambandi sem þrír einstaklingar og ég átti ekki líffræðileg börn og hugsaði já þetta eru börnin sem ég vil,“ segir Lacee.

Jaime segist stundum verða fyrir aðkasti á netinu og fólk gagnrýni hana fyrir að sætta sig við fjölkært samband.

„Þeir líta á mig sem manneskjuna sem gat ekki sleppt takinu þó við höfum verið skilin að borði að sæng um árabil.“

Nú eru nokkrir mánuðir síðan þau ákváðu að vera þrjú í einu hjónabandi. Ekki nóg með það heldur eru Jaime og Lacee nú orðnar góðar vinkonur.

„Við eigum svo mikið sameiginlegt. Við höfum nánast sömu áhugamálin og hugsum eins,“ segir Jaime um systur-eiginkonu sína Lacee (e. sisterwife). Lacee bætir við „við klárum setningarnar fyrir hvora aðra“.

Kevin er fyrirlesari og frekar þekktur á samfélagsmiðlum. Hann hefur í athugasemdum verið sakaður um að hafa heilaþvegið konurnar í lífi sínu til að fá þær til að samþykkja þríhliða hjónaband. Þau reyna að láta slíkar athugasemdir ekki á sig fá og minna á að þau séu þrír einstaklingar sem kjósi að vera saman í hjónabandi og þar fyrir utan séu þau fjölskylda með þrjú börn.

Börnin þrjú segjast vera búin að venjast aðstæðum en það hafi þó verið undarlegt til að byrja með og vakið furðu vina þeirra. Sjálf geta þau ekki ímyndað sér að vera í fjölkærum samböndum í framtíðinni.

Kevin segist sáttur með tvær eiginkonur og sér ekki fram á að bæta við eiginkonum í framtíðinni. „Ég hef allt sem ég þarf“. Hann segir að Jaime og Lacee sé frjálst að bæta kærustum inn í sambandið en þær hafi þó ekki hug á því. „Hann er allt sem ég þarf frá eiginmanni,“ sagði Jaime sæl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki