fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 21:30

Mynd/Pixabay - Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur leitar hjálpar hjá Just Jane, kynlífs- og sambandsráðgjafa DailyStar, en konan hefur undanfarið stundað kynlíf með pari sem býr í næsta húsi. Hún segir þetta trekants-samband vera orðið of flókið og hún vill hætta í því.

„Ég naut þess að skjótast í íbúðina þeirra og borða með þeim, fá frítt áfengi og stunda smá krassandi kynlíf. Það að vera nakin á milli þeirra í risastóra rúminu þeirra var alltaf spennandi og æsandi. Hann elskar að fá munnmök og hún elskar að vera rassskellt. Þau nutu líkamans míns og sögðu að ég væri sem ferskur andblær,“ segir konan í bréfi sem hún sendi á Jane. „Nú er hún orðin afbrýðisöm út í mig vegna áhrifana sem ég hef á manninn hennar.“

Eiginkona mannsins segir að hann sé orðinn háður konunni í næsta húsi en konan segist ekki hafa reynt að láta það gerast. „Hún kennir mér um að hann sé orðinn fjarlægur. Hann á víst að hafa dreymt um að vera að stunda kynlíf með mér þegar þau eru bara tvö saman. Hún hefur meira að segja sakað mig um að hafa verið að hitta hann án hennar vitneskju en það er einfaldlega ekki satt.“

Konan segir að hún hafi gert ráð fyrir einhverju skemmtilegu en nú líður henni eins og hún sé í miðjunni á hnefaleik. „Þau eru bæði með mikið keppnisskap, vinna bæði í iðnaði sem ég skil ekki einu sinni og græða mikinn pening. Stundum óttast ég að þau horfi á mig eins og eitthvað leikfang. Hún hringir í mig allan sólarhringinn til að gráta og segja mér hvað hún er óhamingjusöm með hjónabandið. Hann króar mig af og segir mér að ég sé fallegasta kona heimsins. Þau hafa ekki einu sinni spurt mig hvað ég vinn við eða hvað ég geri í mínum frítíma,“ segir hún.

„Það sem átti að vera skemmtilegt er orðið að raunverulegri sápuóperu. Í gærkvöldi hringdi hún í mig og vældi í mér um að við ættum að flýja saman í burtu. Ég er 24 ára gömul. Hjálp!“

Jane svarar konunni og segir að hún sé ekki bundin þeim. „Ef þér finnst þetta vera orðið súrt skaltu segja þeim að þú ert hætt þessu. Þú þarft að losna undan þessum hugarflækjum þeirra, þú ert ekki brúðan þeirra, þú ert ekki til bara fyrir þau og þeirra skemmtun,“ segir Jane í svarinu.

„Ef þau eiga í hjónabandserfiðleikum þá er það þeirra vandamál og þau þurfa að leysa það sjálf. Segðu þeim í dag að þessu sé lokið, áður en þetta fer allt í rugl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni