fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Áskorunin sem gerði alla brjálaða – „Aldrei gera þetta aftur“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 11:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur aðdáenda raunveruleikasjónvarpsþáttanna vinsælu, Love Island, ætla sér að kvarta til breska sjónvarpseftirlitsaðilanum Ofcom eftir nýjasta Love Island þáttinn. Ástæðan fyrir reiði aðdáendanna er áskorun nokkur sem keppendur þáttana voru látnir taka þátt í. 

Í áskoruninni sem um ræðir áttu keppendur að færa mat úr boxi, í munn annars keppenda og svo á disk. Áskorunin kallaðist Spit the Roast en áskorunin var nokkuð furðuleg, keppendur skyrptu mat upp í hvorn annan en auk þess byrjaði matarstríð þegar keppendur fóru að kasta mat í hvorn annan.

„Þessi mataráskorun var ógeðsleg. Vinsamlegast aldrei gera þetta aftur. Við erum líka ennþá með Covid í gangi,“ segir einn ósáttur áhorfandi þáttanna eftir að hafa séð nýjasta þáttinn. „Getum við öll verið sammála um að skrifa bréf til Ofcom eftir þessa áskorun svo við þurfum ekki að horfa á þetta í næstu seríum. Ég er í áfalli.“

Óhætt er að segja að áskorunin vekji upp viðbrögð hjá fólki en blaðamanni hér á ritstjórn DV blöskraði þegar hann leit yfir á skjáinn hjá undirrituðum og sá hvað fór fram í áskoruninni. „Þetta er algjör viðbjóður,“ sagði blaðamaðurinn. Annar blaðamaður á ritstjórninni lokaði svo augum sínum og eyrum því hann á eftir að horfa á þáttinn og bíður spenntur eftir því að sjá hvað áskorunin snýst um.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum sem sýnir áskorunina sem um ræðir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni