fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

„Mennski djöfullinn“ lét fjarlægja af sér fingur og nefbrodd

Fókus
Föstudaginn 16. júlí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michel Faro do Prado frá Brasilíu hefur undirgengist fjölda aðgerða og ígræðslan til að líkjast meira „mennskum djöfli“ og segist ekki hræðast sársauka.

Michel er 44 ára gamall og hefur meðal annars látið fjarlægja af sér annan vísifingurinn, nefbroddinn og græða í sig fjölda horna. Nýlega lét hann græða í sig stórar skögultennur og má segja að vinir hans úr barnæsku gætu ekki þekkt hann á myndum í dag.

Hann hefur einnig þakið líkama sinn húðflúrum og meira að segja húðflúrað á sér augun. Eiginkona hans sem líka leggur stund á öfgakenndar líkamsbreytingar hefur hjálpað honum við að þróa útlitið í gegnum árin.

„Ég er búinn að vera húðflúrari í 25 ár, flest húðflúrin mín hef ég fengið frá öðrum húðflúrurum og fagmönnum sem ég hef borgað fyrir verkið. Ég er sérhæfður í öfgakenndum húðflúrum þar sem stór hluti líkamans er þakinn húðflúri. Eiginkona mín er sérhæfð í líkamsbreytingum og því var fullkomið fyrir mig að vera hennar meistaraverk þegar kemur að húðflúrum.“

Hann kippir sér ekki upp við að sumar útlitsbreytinganna sem hann hefur undirgengist hafi verið sársaukafullar.

„Ég er með háan sársaukaþröskuld og finnst ekkert vera neitt sérstaklega vont. Ég finn mun meira til eftir aðgerðir heldur en á meðan þeim stendur. Sannleikanum samkvæmt þá eru sumar aðgerðirnar þannig að það væri nánast vonlaust að þola þær án deyfingar og ég myndi alveg meta það að finna ekki til en ef ég þarf þess til að ná markmiðum mínum þá að sjálfsögðu læt ég mig hafa það.“

Frétt Mirror

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin