fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Valdís selur smáhýsið sem vakti þjóðarathygli – Flytur á stærra heimili á hjólum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 10:14

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimili Valdísar Evu Hjaltadóttur hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár. Haustið 2018 flutti hún smáhýsi á hjólum til landsins og hefur búið í því síðan þá. Hún hefur nú sett það á sölu og hyggst flytja í aðeins stærra hús á hjólum sem fyrirtæki hennar, Vegdís, framleiðir.

Valdís Eva notar eigin reynslu til að hanna og framleiða hús á hjólum fyrir íslenskan markað og lítur björtum augum til framtíðar enda mikill áhugi og forvitni fyrir þessum lifnaðarhætti.

„Næsta hús er komið í framleiðslu hér á Íslandi. Nýja húsið er úr trefjaplasti sem er sterkt og létt efni. Það ætti að fara að púsla því saman á næstu vikum, búið að seinka smá. Gamla húsið er í mjög góðu standi. Ég myndi örugglega búa í því áfram ef ég gæti,“ segir hún.

Smáhýsið sem er til sölu. Mynd/Sigtryggur Ari

Hugsar vel um hver kaup

Aðspurð hvernig það sé að búa í svona litlu húsi segir Valdís að henni þyki það æðislegt. „Þó svo að maður sé í litlu húsnæði þá sankar maður samt að sér alls konar dóti,“ segir Valdís og hlær.

„Það leynast alveg kassar á ýmsum stöðum. En ég bjó í Danmörku í fjórtán ár og flutti þaðan í bíl. Þar var ég búin að grysja út alveg þrisvar sinnum til að koma öllu í bílinn. Þannig ég flutti bara til landsins með fjórtán kassa og eitt hjól. Ég leigði síðan íbúð með öllu og síðan kom smáhýsið,“ segir hún.

„Ég hugsa rosalega vel áður en ég kaupi eitthvað, hvort það sé pláss fyrir það og hvert notagildi hlutarins sé.“

Nýja húsið verður stærra. Mynd/Sigtryggur Ari

Forvitni

Valdís auglýsti smáhýsið til sölu á Brask og brall. Hún segir að viðbrögðin hafi verið góð og að margir séu forvitnir um lifnaðarhætti hennar.

„Mörgum þykir þetta æðisleg hugmynd en eru kannski í þeirri stöðu að þau geta þetta ekki akkúrat núna, kannski með þrjú lítil börn á heimilinu, en þá hef ég heyrt að þegar krakkarnir eru fluttir að heiman þá ætla þau að láta verða að því,“ segir Valdís.

Valdís Eva Hjaltadóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Nýja húsið stærra

Nýja smáhýsið verður aðeins stærra en það gamla. Það verður um tveimur metrum lengra og aðeins hærra. „Það verða tvö svefnpláss og hönnunin er aðeins öðruvísi. Ég er að reyna að nýta hvert einasta pláss betur,“ segir Valdís.

Valdís segist sjá fyrir sér að í framtíðinni muni fólk búa meira í svona smáhýsum. „Ég sé fyrir mér að það verði svona fjölbreytileiki í framtíðinni og að það verði hægt að mæta mismunandi þörfum og óskum fólks,“ segir hún og bætir við að hún heldur að þetta fari að aukast meira á næstunni.

„Það má kannski þakka Covid að hafa víkkað sjóndeildarhringinn hjá mörgum.“

Mynd/Sigtryggur Ari
Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki vegna fjárhags

Valdís segir að persónulega búi hún ekki í smáhýsi vegna fjárhagslegra aðstæðna, þó það sé vissulega kostur að vera ekki bundin fasteignaláni. „Ég fæ köfnunartilfinningu í fasteign,“ segir hún og hlær. „Mig langar bara í hjólin. Ef það væri staður sem maður gæti verið með fín hjól myndi ég með glöðu geði borga húsaleigu. En það er þessi hringur, mér finnst þetta algjört hringavíti þessi steypa. Það er ekki bara að eiga þak yfir höfuðið, þú ert komin í svo rosalega stóran pakka sem mig langar bara ekkert í.“

Valdís færir smáhýsið sitt um einu sinni á ári. „Þetta er ekki ferðahýsi þannig. Ég myndi ekki vilja færa þetta á hverjum einasta degi. En að geta valið sér staðsetningu fyrir næsta vetur er frábært. Ég ætla að vera í Reykjavík næstu mánuði en það getur vel verið að ég fari eitthvert annað næsta haust og vetur.“

Það er allt til alls í húsinu. Mynd/Sigtryggur Ari

Vegdís

Valdís er konan á bak við Vegdísi, sem er landsins fyrsta heimili á hjólum sem gefur þér frelsi til að búa þar sem þér hentar, þegar þér hentar.

„Þetta litla hús sem ég er að selja núna er að fjármagna lokasprettinn að frumgerð að næsta húsi,“ segir hún.

Hún vonast til að geta haldið framleiðslunni á Íslandi. „Ég er að reyna að gera hönnunina á húsinu á sem hagkvæmasta fyrir bæði framleiðsluna og kúnnann svo við náum að gera þetta á mjög samkeppnishæfu verði miðað við Evrópu og Ameríku,“ segir Valdís.

„Þessi hús eru framleidd hérna og maður getur ráðið svo mörgu sjálfur. Því innréttingar og klæðningar og allt svoleiðis, þetta er flest allt hilluvara. Þannig það þarf ekki að sérpanta og sérsmíða, maður getur sjálfur látið eigin þarfir ráða.“

Það styttist í að Vegdís verði kynnt fyrir íslenskum markaði. „Við erum að vonast til þess að geta haldið framleiðslunni hérna á Íslandi, allavega fyrir íslenska markaðinn og vonandi fyrir evrópska markaðinn einnig. Næsta hús verður tilbúið í júlí og það væri rosalega gott að kynna það á íslenska markaðinum og prufa það í íslensku umhverfi og veðráttu. Og fara síðan á aðra markaði á næsta ári eða þarnæsta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“