fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Ferðaðist langa vegalengd fyrir fyrsta stefnumótið í 2 ár – Niðurbrotinn þegar hún mætti ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. júní 2021 19:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoskur karlmaður var mjög spenntur að fara á fyrsta stefnumótið sitt í tvö ár. Craig Moffat, 21 árs, ferðaðist um 160 kílómetra frá Edinburgh til Aberdeen til að fara á stefnumót. En konan mætti ekki.

Craig birtir myndband frá ferðalaginu á TikTok. Myndbandið hefur fengið rúmlega fjórar milljónir í áhorf á aðeins tveimur sólarhringum. Netverjar hughreysta hann í athugasemdum og segja hann hafa sloppið með skrekkinn.

Í myndbandinu segir Craig að hann hefði verið svo spenntur fyrir fyrsta stefnumótinu sínu í tvö ár. Hann mætti aðeins fyrr á veitingastaðinn en eftir að hafa beðið í 35 mínútur var ljóst að konan ætlaði ekki að mæta.

Craig borðaði einn og fékk sér drykki áður en hann hélt heim á leið.

@craig.moffatMaybe it’s not time to get back out there just yet… ##heartbroken ##allwomenarethesame ##fpy♬ roslyn by st. vincent and bon iver – emi

„Hún á þig ekki skilið,“ segir einn netverji og eru tæplega 12 þúsund manns sammála honum.

Craig hefur ekkert tjáð sig um málið frekar síðan hann birti myndbandið á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi
Fókus
Í gær

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix