fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Par handjárnað saman í 123 daga – Þetta var það fyrsta sem þau gerðu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. júní 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par vonaðist til að bjarga sambandinu með því að vera handjárnuð saman í 123 daga. Þau voru saman allan liðlangan daginn og fóru meira að segja á klósetttið fyrir framan hvort annað.

Úkraínska parið Alexandr Kudlay og Viktoria Pustovitova framkvæmdu þessa tilraun og fjarlægðu loksins handjárnin í maí síðastliðnum eftir að hafa verið 123 daga föst saman. Það fyrsta sem þau gerðu var að hætta saman.

„Húrra,“ öskraði Viktoria þegar handjárnin voru tekin af. Reauters greinir frá. „Ég er loksins frjáls.“

Viktoria og Alexandr.

Það var Viktoria sem stakk upp á því að hún og Alexandr myndu bjarga sambandinu með því að handjárna sig saman á Valentínusardaginn, 14. febrúar síðastliðinn. Því miður gekk það ekki eftir.

„Ég ákvað að þetta myndi vera áhugaverð tilraun,“ segir Viktoria við Reauters.

Parið leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með tilrauninni og gáfu þau engan afslátt af raunveruleikanum. Þessir 123 dagar voru mjög erfiðir, þau voru ekki endilega alltaf sammála um hvað þau vildu gera og hvenær.

Viktoria og Alexandr.

Ekki nóg með að þurfa að fara á klósettið fyrir framan hvort annað þá þurftu þau að fara saman út um allt. Í vinnu, í búðina, í sturtu og út að reykja. Viktoria þurfti að hætta að vinna sem snyrtifræðingur því viðskiptavinir hennar voru ekki sáttir við að kærasti hennar væri hangandi yfir þeim.

Þessi endalausa samvera orsakaði margra klukkustunda rifrildi og mikla gremju. „Við vorum saman allan liðlangan daginn. Ég fékk enga athygli frá honum því við vorum alltaf saman. Hann sagðist aldrei sakna mín og mér finnst gott að heyra það,“ segir hún.

Viktoria og Alexandr.

Alexandr segir að tilraunin hefði gert honum ljóst að þau eigi ekki samleið. „Við erum mjög ólík,“ segir hann.

Handjárnin voru loksins fjarlægð 19. maí síðastliðinn. Þau slógu Úkraínumet fyrir pör sem hafa verið handjárnuð saman hvað lengst.

Viktoria segist vera sátt  við að vera einhleyp og hún ætlar að njóta lífsins sem sjálfstæður einstaklingur. Hún mælir alls ekki með því að önnur pör feti í þeirra fótspor og framkvæmi tilraunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki