fbpx
Þriðjudagur 28.september 2021
Fókus

Rukka 2.990 krónur fyrir ristað brauð með lárperu og eggi – „Ekki furða að maður eigi í vandræðum að kaupa sér íbúð“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. júní 2021 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ristuð sneið af súrdeigsbrauði ásamt hleyptu eggi og lárperu kostar 2.990 krónur á ónefndum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Verðið á þessu ristaða brauði hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Björn Leó Brynjarsson, leikskáld og handritshöfundur, deildi mynd af matseðli veitingastaðarins.

Óhætt er að segja að einhverjum hafi blöskrað þetta verð á réttinum enda verður það að teljast í hærra lagi. Á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu má finna  svipaðan rétt talsvert ódýrari en algengt verð er í kringum 2.000-2.500 en þó fer verðið á sumum stöðum undir 2.000 krónurnar.

„Sæll ekki furða að maður eigi í vandræðum að kaupa sér íbúð, avókadó vísitalan komin úr böndunum,“ segir Björn í færslunni sem um ræðir og vísar þar í fleyg orð frjálslynda háskólanemans og fyrrum formann Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Davíð Snæs Jónssonar. Orðin lét Davíð falla í viðtali við Guðmund Franklín Jónsson á Útvarpi Sögu en þá hafði hann verið tiltölulega nýbúinn að stofna Samtök frjálslyndra háskólanema.

„Ég held satt að segja að það hafi alltaf verið erfitt að eignast íbúð. Fólk þarf bara þá að afþakka ákveðin fríðindi í staðinn, fara í færri utanlandsferðir, ekki vera kannski að drekka latte og borða avókadóbrauð á hverjum degi. Fólk þarf aðeins að hugsa og hagræða hjá sjálfu sér.“

Rithöfundurinn Dagur Hjartarson er á meðal þeirra sem tjá sig undir færslu Björns. Dagur birtir ákaflega skemmtilega athugasemd þar sem hann segist hafa fjárfest í „avókadó-toast bréfum“ og að hann sé búinn að græða á því. „Þetta er ekki svo einfalt mál. Sum okkar hagnast,“ segir Dagur. „Keypti verðtryggð avókadó-toast bréf fyrir þremur árum á 1.990 kr hlutinn. Er að selja í dag til að borga útborgun á mína fyrstu eign.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Harðasti gagnrýnandinn“ býður upp á margarita pítsu, lakkrís og grjónagraut í kosningapartýinu

„Harðasti gagnrýnandinn“ býður upp á margarita pítsu, lakkrís og grjónagraut í kosningapartýinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berbrjósta mótmælandinn þvertekur fyrir að vera klámstjarna

Berbrjósta mótmælandinn þvertekur fyrir að vera klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort á tímum loftslagsbreytinga?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“