fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fókus

Magnús Ver er lykilmaður í skipulagningu World Strongest Man: Fyllist söknuði þegar minnst er á Jón Pál á mótsstað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. júní 2021 14:10

Magnús Ver er lykilmaður í skipulagningu World Strongest Man

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir skrifar frá Sacramento:

Keppnin um World Strongest Man er farin af stað í Sacramento í Bandaríkjunum. Aðaldómari mótsins er goðsögnin Magnús Ver Magnússon sem hampaði titlinum eftirsótta fjórum sinnum á árum áður. Hann fylgist því grant með gangi mála hjá keppendum og þar á meðal hjá Eyþóri Melsteð sem að keppir fyrir Íslands hönd í á en Eyþór var í viðtali við DV í vikunni. Keppnin er ekki í beinni útsendingu ef svo má segja heldur eru teknir upp sjónvarpsþættir þar sem úrslitunum verður gerð góð skil.

Magnús Ver fór út í dómgæsluna á World Strongest Man þegar hann hætti sjálfur keppni 45 ára að aldri en hann er í dag einn af lykillmönnunum í skipulagningu keppninnar. Maður upplifir sterkt að hann er einn af risunum innan aflraunasportsins og nýtur hér mikillar virðingar.

Hann æfir enn grimmt og miðað við ástríðuna í garð sportsins mun hann varla hætta að lyfta lóðum fyrr en hann heldur af stað í framhaldslífið.

Annað nafn sem heyrist oft rætt á mótsstað er hin íslenska goðsögnin, Jón Páll Sigmarsson. Þegar undirrituð settist niður með Magnúsi Ver úti í Sacramento var við hæfi að spyrja hvað komi upp í hugann þegar hann heyrði minnst á vin sinn heitinn.

Maggi tekur augnabliks þögn og segir einlægur. „Það sem kemur upp í hugann er söknuður. Ég vildi að kallinn væri hérna ennþá með mér og við gætum setið saman og sagt grobb sögur” segir hann og hlær. „Við vorum miklir vinir og brölluðum margt saman; báðir svolítið hrekkjóttir og með mikinn húmor. Það var alltaf gaman hjá okkur.”

Jón Páll og Magnús Ver á árum áður

Jón þekktur fyrir “the titty dance”

Þegar undirrituð biður Magga um einhverja skondna ósagða sögu af Jóni sem segir Maggi að Jón hafi verið þekktur fyrir svokallaðan brjóstkassadans þar sem hann hnykklaði brjóstvöðvunum til skiptis. Maggi segir það hafi verið uppátæki sem Jón tók stundum upp á þegar þeir strákarnir fóru á bar eða á diskótek. „Þetta varð til þess að allar stelpurnar í kring þyrptust að og veittu þessu uppátæki Jóns mikla athygli og spurðu hann hvernig hann færi nú að þessu.” segir Maggi.

Þetta varð til þess að Jón tók upp á að stríða þeim aðeins og sagði við þær að þær gætu nú gert þetta auðveldlega líka. Þá urðu þær bara eitt stórt spurningamerki í framan og þá brást Jón þannig við að hann sagði við þær, „Ég skal veðja 5 pundum á að ég geti látið þig gera þetta án þess að þurfa að snerta brjóstin á þér” lýsir Maggi. Þær samþykktu það. Í framhaldinu hafi Jón beðið þær um að vera teinréttar í baki.

„Þær létu til fallast þar sem þær voru forvitnar um hvernig Jón ætlaði nú að fara að þessu og réttu úr sér í átt að Jóni. Þá tók Jón sig til og hrissti brjóstin á þeim og rétti þeim svo 5 pundin þar sem hann hafði þá þegar tapað veðmálinu sem hann hafði sett upp fyrir þær,”segir Maggi og hlær.
„Það er nú örugglega einhverjum sem finnst þetta ekki fyndið í dag. En svona voru prakkarstrikin hjá honum stundum” segir Maggi og hlær.

Hann tekur skýrt fram að stelpurnar hafi bara hlegið og haft gaman af þessu. Jón hafi alltaf verið mikill sjarmör og slegið á létta strengi.

Fékk tækifærið þegar Jón Páll meiddist

Magnús er fæddur árið 1963. Þegar hann byrjaði að keppa sem kraftlyftingamaður 21 árs að aldri bjó hann á Seyðisfirði en stuttu síðar flutti hann suður til að æfa að krafti. Árið 1991 varð Austfirðingurinn ungi Evrópumeistari í kraftlyftingum þar sem hann sigraði alla þyngdarflokka með yfirburðum.

„Helgina eftir var ég mættur til Skotlands til að keppa” segir Maggi, en þar náði hann glæsilegum árangri sem fór ekki framhjá neinum sem voru í kraftasportinu. Þessi árangur varð til þess að Maggi fékk boð um að vera varamaður á World´s Strongest Man keppninni, sem þýddi að hann fengi tækifæri til að keppa á móti þeim fremstu í heimi ef einhver yrði svo óheppinn að verða fyrir meiðslum og þurfa að draga sig úr keppninni.

Illu heilli varð sá maður Jón Páll Sigmarsson. Aðeins fimm vikum fyrir keppnina stóru fékk Maggi hringingu að kvöldlagi þar sem honum var tjáð að Jón væri meiddur, búinn að slíta upphandlegg, og Maggi var beðinn um að drífa sig út og keppa í hans stað.

Magnús mætti á World´s Strongest Man sem varamaður og tók titilinn heim!
„Ég mæti á staðinn sem varamaður og vinn allt mótið” segir Maggi með bros á vör. Slíkt afrek hefur aldrei verið leikið eftir. „Þegar Jón Páll fellur frá ’93 var ég ekki með hausinn á réttum stað” segir Maggi enda syrgði hann sinn góða vin. Hann lenti í öðru sæti á World´s Strongest Man það ár en er sannfærður um að hefði hann mætt almennilega undirbúinn að þá hefði hann unnið mótið. „Þessi vonbrigði urðu til þess að ég einsetti mér að æfa eins og maður fyrir næstu mót og vann World´s Strongest Man titilinn þrjú ár í röð í kjölfarið,” segir Maggi.

Magnús Ver á World Strongest Man 1996

Notaði öfundina sem hvatningu

Maggi segir að eitt af því sem hann hafi notað sem hvatningu var sú staðreynd að ekki hafi allir samglaðst honum eftir fyrsta sigurinn á World Strongest Man og öfundsraddir hafi verið háværar. „Menn sögðu að þar sem það vantaði hina og þessa menn á mótið þá hafi ég bara verið heppinn” segir Maggi. Þær raddir hafi heldur betur hljóðnað eftir að hann hafði hampað titlinum þrjú ár í röð eftir það.

Þegar undirrituð spyr Magga hvernig hann myndi lýsa sér segir hann. „Ég er ákveðið fylginn mér og ég er þrjóskur” segir hann. Í framhaldinu bætir hann við með bros á vör: „Ég vil hafa hlutina svolítið eftir mínu höfði”.

Magnús Ver í sínu besta formi í trukkatogi árið 1996

Malaði Kazmaier á Wembley

Fyrir utan Magnús Ver og Jón Pál er fyrrum heimsmeistarinn Bill Kazmaier, sem er fæddur árið 1953, ein helsta goðsögn World Strongest Man-keppninnar. Bill og Magnús Ver eru þeir einu sem að hafa unnið titilinn eftirsótta þrjú ár í röð og Magnús minnist þess með brosi á vör þegar þeir tókust nýlega á.

Bill Kazmaier er goðsögn í kraftasportinu

Þá voru kempurnar fengnar til að keppa í hliðarviðburði á Giants Live Strongman Championship á Wembley árið 2019. Keppnin snerist um hvor héldi lengur út í svokölluðu Hercules-haldi.

Maggi segir að keppnisskapið hafi heldur betur kviknað innra með honum þetta kvöld því hann hélt úti í 101,2 sekúndur sem er ótrúlegur tími enda trylltust áhorfendur af fögnuði. Bill hafi síðan mætt með vonleysissvip á eftir honum enda hélt kallinn aðeins út í 18 sekúndur.

„Ég mátti til með að sýna veröldinni að það er svolítið öðruvísi blóð sem rennur í Íslendingum,” segir hann og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu
Fókus
Fyrir 1 viku

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu
Fókus
Fyrir 1 viku

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“