fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var einu sinni í bullandi sjálfsvorkunn og sagði fólki hverju ég lenti í til að láta vorkenna mér en í dag hata ég að fá vorkunn. Ég er stolt að sjá á hvaða stað ég er í dag,“

Þetta segir Klara Lind Óskarsdóttir, sem er 19 ára kokkanemi sem ólst upp við mjög erfiðar aðstæður, en báðir foreldrar hennar glímdu við fíknisjúkdóm. Hún fjallar um það í nýjasta hlaðvarpsþætti Það er von.

Klara bjó ein með pabba sínum eftir að foreldrar hennar hættu saman. Fram kemur að faðir hennar hafi lítið verið í sterkum efnum, en mikið í grasi, og þá hafi móðir hennar lengi verið sprautufíkill.

„Ég spilaði snake í símanum á meðan“

Uppeldi Klöru var ansi erfitt, en í hlaðvarpsþættinum greinir hún frá nokkrum atvikum úr æsku sinni. Hún segir til að mynda frá því að faðir hennar hafi ekki verið mikið til staðar. Á kvöldin átti hann það til að fara með hana á rúntinn, þar sem hann stoppaði á mismunandi stöðum og fór eitthvert með poka af grasi. Klara minnist sérstaklega á eitt atvik, sem átti sér stað þegar hún var um það bil sex ára: „Ég man eftir mér einni úti í bíl, fyrir utan strippklúbb niðri í bæ meðan hann [faðirinn] var inni í nokkra klukkutíma, ég spilaði snake í símanum á meðan,“

Þá segist hún hafa hitt móður sína í fyrsta skipti tíu ára gömul. Þá hafði móðirin verið edrú í tvö ár, en hún féll stuttu síðar. Þá hafi hún þurft að velta því fyrir sér hvað hún ætti að kalla móður sína, sem hún þekkti lítið sem ekkert. Þá bjó Klara einnig um tíma hjá móður sinni, en megnið af þeim tíma var hún inn og út úr meðferð, en segir Klara það hafa verið erfitt.

„Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“

Klara lýsir einnig andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns, og tekur fram að hann sé búinn að brenna allar brýr að baki sér.

„Ég sagði barnavernd að ég vildi ekki hitta pabba minn, hann beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi alla daga þegar ég bjó hjá honum. Foreldrar tveggja vinkvenna minna tilkynntu og ég sýndi öll einkenni“.

Í dag segist hún hafa slitið á öll samskipti við föður sinn, og ekki hafa talað við hann í átta ár. „Eina tilfinningin sem ég finn til pabba míns er reiði, ég er bara rosa reið út í hann. Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum,“ segir Klara þegar hún er spurð hvað hún myndi gera sæi hún föður sinn í dag.

Í áttunda bekk fór Klara í fóstur á Akranes, en þar segist hún hafa fengið það sem hún þurfti. Í dag er hún í kokkanámi og gengur talsvert betur. Hún deilir fleiri sögum og upplifunum í hlaðvarpinu, sem finna má á Spotify og hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“