fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lilja Gísla spurði um sundföt fyrir feitar konur – Svörin komu af stað heitri umræðu – „Ég er feit en líka flottust“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 20:00

Lilja Gísla. Mynd/Sigurður Pétur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Gísladóttir, förðunarfræðingur, söngkona og annar stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Fantasíusvítunnar, spurði fylgjendur sína á dögunum hvar „feit kona gæti keypt sundbol á Íslandi.“

Lilja fékk nokkur svör um að hún væri „ekki feit“ heldur „flottust“. Lilja benti á að það sé vel hægt að vera bæði feit og flott. Feit er lýsingarorð og ætti að vera notað þannig, ekki sem eitthvað níðyrði eða eitthvað til að skammast sín fyrir.

„Jú ég er feit en ég er líka flottust […] Orðið feit er bara lýsingarorð og hefur ekkert með fegurð að gera,“ segir Lilja.

Hún segist meðvituð um að þessi skilaboð hefðu verið send með ást. „En við þurfum að hætta að setja samasemmerki á milli feit og ljót eða eitthvað annað neikvætt. Ég er feit, ég er samt líka sjúklega sæt, skemmtileg og hæfileikarík. Það eina sem þessi orð eiga sameiginlegt er að vera ósköp venjuleg lýsingarorð.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LILJA (@liljagisla)

Í samtali við DV segir Lilja lýsingarorðið feitur sé búið að fá neikvæða merkingu sem þarf að breyta.

„Samfélagið okkar er búið að taka orðið feitur og gera það neikvætt en það er í rauninni bara hefðbundið lýsingarorð, eins og ljóshærður, sem lýsir útliti einstaklings og hefur ekki með neitt annað að gera. Mér fannst svo mikilvægt að benda á þetta því ég skammast mín ekkert fyrir að vera feit og það hefur engin áhrif á hvort mér finnst ég vera flott,“ segir hún.

„Ég veit að þær sem sendu mér þetta voru ekki að meina neitt illa með þessu en ég tek þessu frekar sem móðgun frekar en hrósi, eins og ég geti ekki verið flott því ég er feit.“

Notar vettvanginn

Lilja er með tæplega þrjú þúsund fylgjendur á Instagram og vill hún nota sinn vettvang til að fræða fólk. „Því fordómarnir í samfélaginu okkar eru ekkert annað en fáfræði og ef að við hjálpumst ekki við að fræða þá sem vita ekki þá verður samfélagið aldrei betra. Mér finnst það mikilvægt. Við höfum gert þetta ótrúlega mikið í hlaðvarpsþættinum okkar, ég og Unnur, að vekja athygli á orðræðu sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Lilja og vísar í hlaðvarpsþáttinn Fantasíusvítan sem má finna á YouTube og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LILJA (@liljagisla)

Hættum að spá í útliti

Það sem er einnig mikilvægt að mati Lilju er að við eigum að hætta að spá svona mikið í útliti annarra. „Það ég sé feit skilgreinir mig ekki sem manneskju. Við ættum ekkert að þurfa að nota þetta orð brjálæðislega mikið. Ef ég þyrfti að lýsa einhverjum tveimur manneskjum og aðgreina þær þá myndi ég frekar nota ljóshærð eða dökkhærð,“ segir hún og heldur áfram:

„Mér finnst ekkert neikvætt að nota orðið feitur, mér finnst mikilvægt að við kennum börnunum okkar að feitur sé ekki ljótt orð. Við þurfum fyrst að gera það ekki tabú að vera feitur og þá er næsta skref að hætta að pæla í hvernig allir líta út.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LILJA (@liljagisla)

Myndir á samfélagsmiðlum

Lilja birtir reglulega myndir af sér í sundfötum eða nærfötum á Instagram en hún hefur ekki alltaf verið iðin við það. Hún byrjaði á því fyrir rúmu ári síðan, ekki því hana langaði til að deila myndunum heldur því hana fannst þörf fyrir því að líkamar eins og hennar væru sýnilegri á samfélagsmiðlum.

„Það er ekki endilega það að ég bý yfir brjálæðislegri sýniþörf en mér finnst bara svo mikilvægt að samfélagið sjái líkama eins og minn. Að fólk sjái að líkamar eru ekki allir eins. Ég fæ alveg ótrúlega jákvæðar athugasemdir við myndirnar en ég fæ líka alveg ljót skilaboð,“ segir hún.

„En það er líka ástæðan fyrir því að ég er að þessu. Ég hef líka fengið ótrúlega mörg skilaboð frá stelpum sem segja að það hjálpi þeim að sjá verða sáttar í eigin skinni og að sjá líkama eins og þeirra á samfélagsmiðlum hjálpar þeim til dæmis að fara í sund.“

Fylgstu með Lilju á Instagram.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar