fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Tvær glæsilegustu konur landsins búnar að eiga sama kjólinn – Skemmtileg saga þar að baki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. júní 2021 12:30

Birgitta Líf og Manuela Ósk í sama kjólnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræticlub og markaðsstjóri World Class, birt mynd af sér í einstaklega fallegum gulum kjól á Instagram um helgina. Kjóllinn á sér skemmtilega sögu en fyrri eigandi hans er enginn önnur en athafnakonan og fyrrverandi fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir.

„Ég var einhvern tíma í mínu mörgu fatatiltektum og hreinsa út úr klæðaskápnum mínum og seldi Birgittu Líf þennan kjól örugglega árið 2014,“ segir Manuela í samtali við DV.

„Þetta er Alexander McQueen kjóll sem ég keypti í GK að mig minnir fyrir mörgum árum. Ég átti hann í öllum litum, elskaði þessa kjóla. Mér fannst svo gaman að sjá að Birgitta væri ennþá að nota hann.“

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela Ósk Harðardóttir.

Ekki nóg með að kjóllinn hefur nú verið í eigu tveggja glæsilegustu kvenna landsins þá klæddist Manuela honum þegar hún hitti stórstjörnuna og söngkonuna Rihönnu.

„Ég var í kjólnum þegar ég fór út að borða í New York fyrir mörgum árum og hitti Rihönnu,“ segir Manuela. Mynd frá umræddu kvöldi má sjá hér að neðan.

Aðsend mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“