fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Kom að heimilinu í algjörri rúst – Hélt fyrst að einhver hefði brotist inn, en ástæðan var allt önnur -„Ég trúði ekki mínum eigin augum“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinni bandarísku Vickie Shelton var verulega brugðið þegar hún kom heim úr vinnunni. Heimili hennar var nefnilega í algjörri rúst. Fyrst hélt hún að innbrotsþjófur hefði brotist inn, en fljótlega kom í ljós að sannleikurinn var allt annar. The Mirror greinir frá þessu.

Vickie Shelton er 51 árs gömul móðir sem býr í bænum Benton í Tennessee-fylki. Hún starfar á mannauðsskrifstofu, en þegar hún kom heim úr vinnunni í vikunni blasti við ófögur sjón. Sófasettið hennar var tætt og rifið.

Í skamma stund hugsaði hún með sér að óprúttinn aðili væri ábyrgur fyrir verknaðinum, en þegar hún tók eftir því að sjónvarpið og aðrir dýrmætir hlutir væru á sínum stað áttaði hún sig á því hver væri sökudólgurinn. í ljós kom að hundurinn hennar, Bo, hafði rifið sófann. Hann sat stoltur í tætlum sófans og dillaði skottinu.

„Ég var í vinnunni og var sífellt að fá skilaboð frá dýramyndavélinni minn um að eitthvað væri að gerast. Ég hélt að Bo væri bara að vera Bo. Mér hefði aldrei grunað að hann væri að eyðileggja sófann.“

„Ég kom heim eftir langan vinnudag og hundarnir mínir tóku glaðir á móti mér. Ég gekk fáein spor og sá hvítt efni og búta alls staðar. Þegar ég kom inn í stofuna sá ég sófann.“

„Fyrst hélt ég að ég hefði verið rænd. Svo sá ég sjónvarpið upp á vegg og spurði sjálfa mig hvers vegna myndi einhver rífa upp sófann, en gera ekkert við sjónvarpið?“

„Svo sá ég Bo setjast í miðja sófahrúguna, dillandi skottinu. Hann var stoltur af sjálfum sér. Þá small þetta allt saman. Ég trúði ekki mínum eigin augum.“

Hún segir að það hafi tekið tvo klukkutíma að taka til ruslið eftir Bo, og að hún hafi þurft sex stóra plastpoka í verkið.

Hundurinn Bo

Sagan var þó ekki búin þá. Daginn eftir ákvað hún að loka Bo inni í litlu herbergi svo hann myndi ekki valda frekari skaða á meðan hún væri í vinnunni. Þegar hún kom heim sá hún að Bo hafði aftur farið á stjá, en í þetta skipti nagaði hann sig í gegnum hurðina.

„Þegar ég kom heim úr vinnunni var hann við hurðina. Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið gott fyrir hann. Það var risastór hola á hurðinni.“

„Ég panikkaði vegna þess að ég hélt að kjafturinn á honum væri ónýtur. Þannig ég fór með hann til dýralæknis. Þar kom í ljós að það var allt í lagi með kjaftinn.“

Þó var Bo litli greindur með aðskilnaðarkvíða, og hefur verið settur á lyf, svokallað hvolpa-Xanax.

Einhverjir hafa spurt Vickie hvort hún ætli sér ekki að losa sig við Bo vegna uslans sem hann hefur valdið henni, en hún tekur það ekki í mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun