fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Fókus

Binna Löve byrjuðu að berast nektarmyndir eftir frétt um hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. maí 2021 21:00

Mynd/Instagram @binnilove

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve, eða Binni Löve eins og hann er betur þekktur, greindi nýlega frá því að hann fær reglulega óumbeðnar nektarmyndir frá konum. Hann sagði frá þessu í útvarpsþættinum Ísland vaknar í vikunni. K100 greinir frá.

Brynjólfur er vinsæll áhrifavaldur með tæplega 19 þúsund fylgjendur á Instagram og verkefnastjóri stafrænna miðla hjá Árvakri.

Tilhugalíf Brynjólfs hefur verið talsvert í fréttum undanfarið. Hann og íþróttakonan Edda Falak áttu í stuttu en mjög opinberu sambandi sem lauk í mars síðastliðnum.

Sjá einnig: Binni Löve og Edda Falak hætt saman

Í þættinum segist Brynjólfur ekki vera að leita sér að ástarsambandi í augnablikinu, allavega ekki meðvitað. En það þýðir ekki að konur séu ekki að leita að honum og segist hann fá reglulega alls konar skilaboð, sum hver ansi gróf og gætu jafnvel talist misbjóða blygðunarsemi.

Jón Axel, einn þáttastjórnandi Ísland vaknar, spyr Brynjólf: „Er einhver dúkka að detta inn í kantinn hjá þér?“

„Ég hef aldrei verið rólegri í þessum efnum sem er skrýtið fyrir mig,“ segir Brynjólfur. „Ég þarf ekkert meira en sjálfan mig.“

Kristín Björgvins, þáttastjórnandi, spyr þá hvort hann fái stundum „ósæmileg skilaboð“.

„Já. Eftir að það kom frétt um daginn [að ég væri á lausu] og síðan þá hef ég verið að fá alls konar skilaboð,“ segir Brynjólfur.

Talið berst að óumbeðnum typpamyndum og segir Brynjólfur konur ekkert vera neitt síðri þegar kemur að senda þannig skilaboð. „Ég get alveg sagt þér það að ég fæ jafnoka þessara typpamynda í inboxið hjá mér. Óumbeðið,“ segir Brynjólfur.

Horfðu á brotið úr þættinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“