fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Sonur Hugh Hefner afhjúpar hvernig var að alast upp í Playboy-höllinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 29. maí 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cooper Hefner, yngsti sonur Hugh Hefner, opnar sig um hvernig það hefði verið að alast upp í Playboy-höllinni.

Hugh Hefner var stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann lést 91 árs að aldri árið 2017 og skildi eftir sig fjögur börn.

Það er óhætt að segja að æska Cooper hafi verið litrík og frekar óhefðbundin. LadBible greinir frá.

Cooper, sem er 29 ára í dag, lýsir heimilislífinu sem frekar venjulegu, sérstaklega þegar foreldrar hans voru saman. Móðir hans er fyrirsætan Kimberley Conrad. Þau voru gift í níu ár.

„Þegar mamma og pabbi skildu keypti pabbi höllina við hliðina á og reif niður vegg svo ég og bróðir minn gætum flakkað á milli heimila eins og við vildum,“ segir hann.

Cooper segir að foreldrar hans hefðu verndað hann fyrir „fullorðinslegu“ hlutunum sem áttu sér stað í Playboy-höllinni.

„Mér finnst þetta frekar fyndið, því höllin er mjög þekkt og fólk leit á hana sem mekka kynsvalls. En fyrir mér var þetta eins konar Indiana Jones ævintýraheimur,“ segir hann og heldur áfram:

„Því þegar ég var ungur strákur þá var ekkert af þessu í gangi og ég var að synda í bakgarðinum og það var bara það sem ég var að gera.“

En skoðun hans á höllinni átti eftir að breytast þegar hann fór að eldast. Hann viðurkennir að þegar hann komst á unglingsárin hefði hann og vinir hans reynt að fá nasasjón af því sem var í gangi í alræmdu Playboy-veislunum.

„Okkur var haldið frá veislunum þegar við vorum yngri. Við fengum ekki að taka þátt þegar við vorum tólf ára. En eins og hver annar 13, 14 og 15 ára unglingur sem veit að foreldrar sínir eru að halda partý, þáá langar þig að kíkja niður og sjá hvað er í gangi og sjá af hverju þér er ekki boðið. Þannig já, ég átti nokkur svona kvöld með vinum mínum… Ég ætla ekki að tala frekar um það samt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni