fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Þrjár stórstjörnur í sleik og allir að missa vitið – Málið útskýrt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn síðastliðinn tók svokallaður „paparazzi“-ljósmyndari myndir af leikstjóranum og leikaranum Taika Waititi og söngkonunni Ritu Oru. Það hafa sögusagnir gengið um meint samband þeirra í ágætis tíma og hefur Rita Ora meðal annars deilt mynd af sér og Taika á samfélagsmiðlum.

Rita Ora birti þessa mynd á Instagram í apríl.

En það er ekki það sem taldist fréttnæmt og orsakaði æðiskast meðal netverja. Heldur vegna þess að leikkonan Tessa Thomspon var með þeim á myndunum og voru þau öll mjög náin. Svo náin að þau voru kyssa hvert annað. En hvað er í gangi? Glamour greinir frá.

Tengsl stjarnanna

Taika var giftur framleiðandanum Chelsea Wistanley árið 2011 en leiðir þeirra skildu 2018 en þeim hafði þar til tekist að halda skilnaðinum úr sviðsljósinu. Rita Ora og franski leikstjórinn Romain Gavras hættu saman snemma árs 2021. Taika hefur í nokkra mánuði núna verið staddur í Ástralíu að leikstýra myndinni Thor: Love and Thunder.

Rita Ora hefur einnig verið í Ástralíu og hefur sést til þeirra nokkrum sinnum á almannafæri.

Tessa leikur Valkyrie í Marvel myndunum og leikur meðal annars í Thor: Love and Thunder. 

Rita Ora er 30 ára, Taika Waititi 45 ára og Tessa Thompson er 37 ára. Myndirnar voru teknar á heimili Taika í Sydney í Ástralíu. Þau virtust skemmta sér konunglega

Daily Mail birti myndirnar sem má skoða betur hér.

Twitter bregst við

Netverjar brugðust að sjálfsögðu við fréttunum og vissu varla í hvorn fótinn þeir ættu að stíga.

Hér má sjá nokkur tíst.

En bíddu?

Nokkrum dögum að myndirnar fóru eins og eldur í sinu um netheima birtust nýjar myndir af Tessu Thompson, í þetta sinn með fyrirsætunni Zac Stenmark. En þó myndirnar hefðu birst með nokkurra daga millibili þá voru þær teknar sama daginn. Sunnudaginn síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“