fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bradlee Bryant er móðir, eiginkona og sjálftitlaður „kynlífskönnuður“. Hún og eiginmaður hennar prófuðu makaskipti (e. swinging) í fyrsta skipti og er óhætt að segja að það hafi ekki staðist væntingar þeirra.

Bradlee er pistlahöfundur og birtir greinar á medium.com. Í nýjasta pistlinum afhjúpar hún hvernig makaskipti eru í raun og veru.

Bradlee er 35 ára og hefur verið með eiginmanni sínum í tíu ár. Þau ákváðu að prófa makaskipti og fundu myndarlegt par sem var til í tuskið með þeim. Bradlee segir að hún hefði verið fyrir verulegum vonbrigðum og að kynlífið heima með eiginmanninum sé betra.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að raunveruleiki makaskipta væri annar en spennandi fantasían sem ég hafði gert mér í hugarlund,“ segir hún. „Við vorum tilbúin að gefa upp þægindi okkar fyrir spennuna um nýjan bólfélaga, en við vorum ekki að búast við að bólfélagarnir væru ekki mjög góðir í kynlífinu sjálfu.“

Hún viðurkennir að hún og eiginmaður hennar hafi verið taugaóstyrk fyrir makaskiptin og hefðu viljandi valið látlaust og venjulegt par þar sem þetta yrðu þeirra fyrstu makaskipti.

Kvöldið byrjaði vel, þau borðuðu saman kvöldmat og sötruðu nokkra drykki. En spennan sem hún upplifði við matarborðið færðist ekki yfir í svefnherbergið.

Hún segir að hvorki hún né eiginmaður hennar hafi fengið fullnægingu þetta kvöld og það hefði verið ákveðinn skellur. En miðað við kommentakerfið við greinina þá er það ekki óalgeng reynsla. Einn maður sagði að hann fái aldrei fullnægingu þegar hann er með bólfélaga, en hann og eiginkona hans líta á makaskiptin sem „forleik“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann