fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Birtir magnaðar fyrir og eftir myndir og segir frá leyndarmálinu – Ekki er allt sem sýnist

Fókus
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 13:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast eflaust margir við það að hafa séð magnaðar fyrir og eftir myndir af fólki sem segir síðan hvernig það náði að breyta líkamanum sínum á stuttum tíma með miklum árangri. Oft reynir fólkið á myndunum að selja eitthvað með þeim, ýmist einhverja einfalda lausn eða jafnvel vöru sem hjálpaði þeim að öðlast þennan breytta líkama.

Einkaþjálfarinn Georgina Cox er ein af þeim sem trúði því lengi að þessar myndir væru ekta og lausnirnar sömuleiðis. „Í mörg ár trúði ég því í fullri hreinskilni að þessar tveggja vikna breytingar væru raunverulegar,“ segir Georgina í færslu um slíkar breytingar sem hún deildi á Instagram-síðu sinni. „Þegar ég byrjaði fyrst í ræktinni var ég að fylgjast með fullt af heilsuræktaraðgöngum á samfélagsmiðlum því fólkið á þeim var búið að ná svo mögnuðum „árangri“. Ég trúði hverju einasta orði sem þau sögðu því myndir ljúga ekki… er það ekki?“

Með færslunni birtir Georgina myndband þar sem hún sýnir að ekki er alltaf allt sem sýnist þegar kemur að svona fyrir og eftir myndum. „Það er mikilvægt að vita aaf raunveruleikanum á bakvið myndirnar sem við sjáum, það er svo mikið sem getur algjörlega breytt því hvernig einhver lítur út! Stellingar, sjónarhorn, lýsing og hvernig fötin eru staðsett eru allt eitthvað sem hefur áhrif á það hvernig við lítum út.“

Þá sýnir Georgina hvað hún á við og birtir myndband þar sem hún sýnir hvernig er hægt að ná mögnuðum fyrir og eftir myndum á afar skömmum tíma. Myndbandið, sem vakið hefur gríðarlega athygli, má sjá hér fyrir neðan.

„Það brýtur í mér hjartað að vita af því að það eru ungar konur þarna úti sem trúa því að þessar vörur og aðferðir virki í raun og veru,“ segir Georgina svo og bendir á að einungis 10 sekúndur liðu á milli þessara fyrir og eftir mynda sem hún birtir. „Aldrei láta eitthvað sem þú sérð á netinu véfengja árangurinn þinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta