fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fókus

Hliðarsería af „How I Met Your Mother“ í bígerð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 05:24

How I Met Your Mother naut gríðarlegra vinsælda. Mynd:20th Century Fox Television

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

And thatkidsis how I met your mother.“ Þennan frasa kannast margir eflaust við úr sjónvarpsþáttunum „How I Met Your Mother“ sem voru sýndir á árunum 2005 til 2014 og njóta enn mikilla vinsælda á efnisveitum. Nú stefnir í að hliðarsería verði gerð út frá þáttunum en á bak við nýju þættina eru höfundar „How I Met Your Mother“.

Variety skýrir frá þessu. Segir miðillinn að efnisveitan Hulu hafi nýlega tilkynnt að hún muni framleiða þessa hliðarseríu en í henni verður það móðirin sem segir börnum sínum söguna af því hvernig hún hitti föður þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þáttaröðin mun heita „How I Met Your Father“.

Það er bandaríska leikkonan Hillary Duff sem fer með aðalhlutverkið, Sophie, í nýju þáttaröðinni. „Ég hef verið svo lánsöm að leika frábær hlutverk á ferli mínum og ég hlakka til að leika Sophie. Ég er mikill aðdáandi „How I Met Your Mother“ og ég er stolt og svolítið taugaóstyrk yfir að Carter og Craig (höfundar þáttanna) treysta mér fyrir hliðarseríunni við barn sitt,“ sagði hún.

Hilary Duff. Mynd/Getty

Ekki liggur fyrir hvenær nýja þáttaröðin fer í lofið en Hulu ætlar að framleiða 10 þætti til að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“