fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Brúðkaup Jóns og Sumarliða við eldgosið vekur athygli í útlöndum – „Ég hélt að ég myndi frjósa í hel í mínu eigin brúðkaupi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 17:00

Mynd/Styrmir & Heiðdís Photography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sum­ar­lið­i Vet­ur­lið­i Snæ­land Ingi­mars­son og Jón Örvar Gests­son giftu sig á dögunum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Þrátt fyrir að brúðkaupið hafi verið ákveðið með stuttum fyrirvara gekk það vel og vakti það athygli fjölmiðla hér á landi. Ljóst er að áhuginn á brúðkaupinu einskorðast ekki við landsteinana því The Guardian fjallaði um það í dag.

Sumarliði og Jón trúlofuðu sig í París árið 2017 þegar þeir höfðu verið saman í rúm tvö ár. Nú fjórum árum síðar giftu þeir sig við eldgosið en þeir segja í samtali við blaðamann The Guardian að athöfnin hafi verið „skrýtin, yndisfögur og ógnvekjandi, allt á sama tíma.“

Eins og aðrir sem hafa gengið upp að eldgosinu þurftu þeir að ganga í rúma tvo tíma til að komast að eldgosinu. Veðrið var ekki gott í göngunni sjálfri, snjór og vindur einkenndi leiðina. „Ég hélt að ég myndi frjósa í hel í mínu eigin brúðkaupi,“ segir Sumarliði en þegar á endastöðina var komið varð veðrið mun betra. Skýin létu sig hverfa og sólin kom á stjá. Árni Grét­ar, at­hafn­a­stjór­i hjá Siðmennt, gaf þá svo saman við eldgosið og eftir á fengu þeir sér kampavín og köku.

„Þetta var meira en fullkomið, við munum aldrei gleyma þessum degi,“ segir Sumarliði við The Guardian og bætir við að brúðkaupið hafi verið draumi líkast.

„Þau héld­u auð­vit­að að þett­a væri fót­ó­sjopp­að“

Það er þó ekki bara The Guardian sem fjallaði um parið í dag. Fréttablaðið birti í helgarblaði sínu ítarlega umfjöllun um brúðkaupið þar sem öll helstu smáatriðin við brúðkaupið voru rædd. Farið er yfir aðdragandann, þó stuttur hafi verið, og athöfnina sjálfa.

Sumarliði og Jón segja í viðtalinu við Fréttablaðið að þeir hafi haldið áformunum leyndum fyrir öllum, jafnvel foreldrum sínum. Ástæðan er auðvitað sú að erfitt var að velja örfáa til að vera viðstaddir þar sem samkomutakmarkanir miðuðust við tíu manns þegar þeir giftu sig við eldgosið.

„Við send­um svo mömm­u og pabb­a mynd á með­an við töl­uð­um við þau dag­inn eft­ir og þau héld­u auð­vit­að að þett­a væri fót­ó­sjopp­að. Þeg­ar við svo sann­færð­um þau um að svo væri ekki komu gleði­tár og þau voru í skýj­un­um.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni