fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Vinur Ebbu Guðnýjar var dæmdur fyrir morð – „Það var mikið áfall fyrir okkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 12:30

Ebba Guðný Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Í þættinum opnar hún sig um vinskap síns og suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius.

Oscar er með sama fæðingargalla og eiginmaður Ebbu Guðnýjar, Hafþór Hafliðason, sem fæddist án fótleggja. Þannig kynntust hjónin spretthlauparanum og úr varð góður vinskapur. Það var því mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar Oscar var dæmdur fyrir að myrða kærustu sína.

Oscar var fyrst dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Suður-Afríku. Hann skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum í gegnum hurð á heimili þeirra á Valentínusardaginn árið 2013. Ári seinna dæmdi áfrýjunardómstóll hann í þrettán ára fangelsi og breytti dómnum í morðdóm.

Oscar hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og sagt að hann hafði haldið að hún væri innbrotsþjófur. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega,“ segir Ebba Guðný.

Mikið áfall

Ebba Guðný var viðstödd réttarhöldin og segir fjölskylduna heimsækja hann í fangelsið á hverju ári.

„Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir hún í þættinum.

Ebba Guðný segir að bornar hafi verið á hann lygar í fjölmiðlum. „Það voru til dæmis fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta var aldrei leiðrétt og það var endalaust svona,“ segir hún.

Hún ræðir málið nánar í þættinum sem má horfa á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna nær óþekkjanleg eftir nefaðgerð og brjóstastækkun

Dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna nær óþekkjanleg eftir nefaðgerð og brjóstastækkun
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“