fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Dramatík í menningarheimum: Systrabönd líkt og afbökun á eigin verki – „Einsog hefði verið sparkað í magann á mér“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 19:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, segir að sér hafi liðið líkt og sparkað hafi verið í magann á sér þegar hún horfði á sjónvarpsþættina Systrabönd, en hún upplifir þættina sem afbökun á eigin verki, leikritinu Hystory. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á Víðsjá í dag.

Leikritið Hystory var frumsýnt af leikhópnum Sokkabandinu í Borgarleikhúsinu árið 2015. Þá hefur það einnig verið gefið út sem bók. Sjónvarpsþættirnir Systrabönd hafa verið sýndir á Sjónvarpi Símans á þessu ári, en leikstjóri verksins er Silja Hauksdóttir. Bæði verk fjalla um hóp kvenna sem fremja voðaverk í æsku og þurfa að takast á við afleiðingar þess þegar þær verða eldri.

„Mér leið einsog hefði verið sparkað í magann á mér“

Í pistli sínum tekur Kristín það skýrt fram að hugmyndir einar og sér séu ekki varðar höfundarrétti, en henni líði eins og um afbökun á eigin verki sé að ræða þegar listinn yfir líkindi milli verka verður mjög langur. Hún bendir þó á að flókið geti verið að færa sönnur á líkindi verkanna vegna þess að þau séu sett fram á svo ólíkum miðlum: annars vegar sem leikrit, og hins vegar sem sjónvarpssería. 

„Umfjöllunarefni eru ekki varin höfundarrétti. Auðvitað á ég ekki afleiðingar þess að lifa með skömm eða hugleiðingar um sekt og áhrif áfalla. Það hefur líka endalaust verið fjallað um glæpakvendi uppá síðkastið og ekki hef ég neitt sérstakt tilkall til þeirra. En að útfæra sömu söguna með sömu áherslum … má það virkilega? Miðað við að mér leið einsog hefði verið sparkað í magann á mér, þá var ég ekki lengur viss.

Það sem er höfundarréttarvarið er útfærslan, aðferðirnar, tæknin, sem er erfitt að sanna að séu þær sömu þegar verkið er komið yfir í annan miðil. Sjónvarpsþættir eru eðli málsins samkvæmt ólíkir leikriti. Leikritið Hystory var 70 mínútna langt, sett upp á litla sviðinu og í því léku þrjár leikkonur á meðan sjónvarpsþættirnir Systrabönd eru 6×45 mínútur og formið býður uppá endalausa möguleika.“

Kristín segir að sér hafi liðið líkt og um afbökun á eigin höfundarverki hafi verið að ræða þegar hún sá Systrabönd. Eins og að ákveðnir þættir leikritsins hefðu verið dregnir handahófskennt úr hatti og raðað aftur saman.

„Þegar ég sá þættina leið mér oft einsog ég væri að horfa á afbökun á mínu höfundarverki og stundum einsog viss element hefðu verið sett í hatt og dregin uppúr aftur og ruglað og raðað. En án samhengis eru öll einstök atriði almenn. Einsog til dæmis hvíti landabrúsinn með rauða tappanum, einn af fáum leikmunum leikritsins Hystory. En hvað, er ég kannski með patent á plastbrúsa?

Alls, alls ekki. En í einmitt þessum höndum einmitt þessara stúlkna, með persónur skapaðar á einmitt þennan hátt, á einmitt þessum tíma, í einmitt þessum aðstæðum, í einmitt þessari sögu, sagðri á einmitt þennan hátt … á þessum alltof alltof langa lista sem ég tók saman yfir líkindi eða hliðstæður milli leikritsins Hystory og sjónvarpsþáttanna Systrabanda – er samt hætt við að honum hafi verið stolið.“

„Þetta eru tvö ólík verk sem eiga einmitt sitthvorn innblásturinn“

Í viðtali í Lestinni á Rás 1. á dögunum var Silja Hauksdóttir spurð út í þessi líkindi verkanna og þá svaraði hún:

„Við vitum af þessum líkindum núna, en þetta eru tvö ólík verk sem eiga einmitt sitthvorn innblásturinn. Systrabönd eru innblásinn af morði á þrettán ára stúlku sem heitir Shonda [Sharer], í Bandaríkjunum 1992, eða eitthvað, og var myrt af fjórum stúlkum. Mér skilst að verkið Hystory sé innblásið af ofbeldisglæpum. Það sem við höfum verið upptekin af í kringum ferlið á Systraböndum eru persónur sem eru að glíma við óuppgeðrar sakir sínar. Það er það sem við höfum verið að fókusera á mikið. En þetta er alveg magnað með hvað við erum öll oft að tappa inn í svipað sköpunarhiminhvolf og það er alveg case-ið í þessu.“

Í kjölfarið var Silja spurð hvort hún hafi verið meðvituð um líkindin, og því svaraði Silja neitandi.

„Nei, ekki nema að þetta væri áþekkur hugmyndaheimur.“

„Kannski hefur hann villst inná vitlausa æfingu“

Í lok pistils síns virðist Kristín bregðast sérstaklega við þessum svörum Silju og minnist á mál Shanda SharerKrístin tekur fram að leikritið hafi verið öllum þeim sem komu að Systraböndum aðgengilegt, en minnist sérstaklega á Jóhann Ævar Grímsson, einn handritshöfund þáttanna. Jóhann kom nefnilega að gerð leikritsins Kenneth Máni sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á sama leikári og Hystory.

„Leikritið hefur verið öllum aðstandendum Systrabanda aðgengilegt, en það var kannski sérstaklega aðgengilegt einum handritshöfundanna – handritaþróunarstjóra Saga Film, Jóhanni Ævari Grímssyni, sem átti frumkvæðið að gerð þáttanna – þegar hann frumsýndi verk í Borgarleikhúsinu á sama leikári og Hystory var frumsýnt: Kenneth Mána, sem hann skrifaði í samstarfi við Sögu Garðarsdóttur og Björn Thors. En Jóhann Ævar hefur einmitt tiltekið í tveimur viðtölum, við Klapptré og Variety, að hann hafi fengið hugmyndina síðla hausts 2014. Kannski hefur hann villst inná vitlausa æfingu og fengið hana þar, eða heyrt hana á kynningarfundinum fyrir leikárið, eða þegar hann heyrði söguna sárgrætilegu af bandarísku máli frá 1992. Málið fjallar um stúlku sem bar nafnið Shanda Sharer en þegar Shanda var tólf ára gömul, voru fjórar stúlkur á aldrinum fimmtán til sautján ára sem myrtu hana á einstaklega hrottalegan hátt að yfirlögðu ráði og hafa þær allar setið í fangelsi meira og minna síðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“