Jörundur Ragnarsson leikari (42 ára) er genginn út. Sú heppna er Magdalena Björnsdóttir (27 ára). Smartland greinir frá. Jörundur sló í gegn í hlutverki Daníels í vinsælu íslensku gamanþáttunum Næturvaktin og svo seinna Dagvaktinni og Fangavaktinni.
Magdalena er dóttir söngvarans þjóðþekkta Björns Jörundar Friðbjörnssonar og dóttir Kolfinnu Baldvinsdóttur. Kolfinna er dóttir fyrrum ráðherrans Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Jörundur er því orðinn tengdasonur Björns Jörundar. Hvað eru margir Jörundar í því ?
Jörundur er fyrrum eiginmaður og barnsfaðir spunaleikkonunnar Dóru Jóhannsdóttur.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju.