fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fókus

Edda Falak telur upp það sem henni þykir vera „turn off“ í fari karlmanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. mars 2021 08:47

Edda Falak. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og áhrifavaldurinn Edda Falak lætur ekki bjóða sér upp á hvað sem er, ef marka má nýlega færslu hannar á Instagram Story.

Edda er mjög öflug í íþróttinni Crossfit, en hún er einnig með fjarþjálfun og næringarþjálfun. Hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er með tæplega 27 þúsund fylgjendur á miðlinum.

Í gærkvöldi svaraði hún spurningum fylgjenda sinna á Instagram. Einn fylgjandi spurði hvað henni þykir vera „turn off“ eða ósjarmerandi í fari karlmanna.

Edda tilgreindi þau atriði sem komu fyrst upp í huga hennar þegar hún velti spurningunni fyrir sér.

„Hroki, smjatt, ekki í íþróttum (e. non athletic), minnimáttarkennd, talar um fyrrverandi sem „klikkuð“ (við vitum bæði að þú gerðir hana klikkaða), vond lykt, talar illa um annað fólk, derhúfur með límmiða, hátt egó, „flipcover“ símahulstur.“

Skjáskot/TikTok

Edda svarar líka fleiri spurningum, eins og hvort hún hafi orðið ástfangin. Þeirri spurningu svaraði hún: „Já einu sinni, síðasta sumar.“

Edda er nýlega orðin einhleyp, en hún var í sambandi með áhrifavaldinum Brynjólfi Löve Mogensen. Þau byrjuðu saman í nóvember í fyrra. Svo samkvæmt svörum hennarar á Instagram var það ekki Brynjólfur sem hún var ástfangin af síðasta sumar.

Um helgina var greint frá því að Edda og Brynjólfur væru hætt saman eftir þriggja mánaða, mjög opinbert samband þar sem þau voru dugleg að deila myndum og myndböndum af hvoru öðru á samfélagsmiðlum sínum.

Sjá einnig: Edda tjáir sig opinberlega um sambandsslitin

En Edda tekur það fram að hún er ekki að tala bara um „eina manneskju“ þegar hún telur upp hvað henni þykir vera „turn off.“ Fylgjendur hennar virtust telja hana vera að tala um einhvern ákveðin aðila, hugsanlega Binna þar sem þau eru nýhætt saman.

„Heyrðu vóvóvó áður en það fer að hrúgast inn… Þessi listi var ekki um einhverja eina manneskju! Bara almennt eitthvað random sem mér finnst „turn off“,“ segir Edda.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina