fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Edda tjáir sig opinberlega um sambandsslitin – „Engar áhyggjur af mér að hafa elsku vinir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. mars 2021 20:20

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greint frá því að íþróttakonan Edda Falak og áhrifavaldurinn Binni Löve hafa ákveðið að hætta saman og fara í sitthvora áttina.

Fylgjendur Eddu á Instagram virðast hafa miklar áhyggjur af henni og segist hún hafa fengið yfir hundrað skilaboð í dag. Hún birti þess vegna stutta tilkynningu í Instagram Story um sambandsslitin.

Edda segir að það sé komið „svolítið síðan“ að hún „batt enda á samband mitt við Binna sem stóð yfir í þrjá mánuði.“

Það var fyrst greint frá því að Edda og Binni væru að stinga saman nefjum í nóvember í fyrra. Síðustu mánuði hafa þau verið mjög dugleg að birta myndir og myndbönd af hvort öðru. Þau njóta bæði mikilla vinsælda á Instagram, Binni er með yfir 18 þúsund fylgjendur og Edda yfir 26 þúsund.

Hér að neðan má lesa tilkynningu Eddu í heild sinni.

„Elsku vinir. Ég veit að mér ber engin skylda að segja/svara neinu en í kjölfar allra frétta í dag á DV/Mbl/Fréttablaðinu að þá hef ég fengið yfir 100 skilaboð. Þið þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur,“ segir hún og bætir við hláturs- og hjartatjákni (e. emoji).

„Ég skil það vel að þetta fylgir því að vera opin persóna en það er nú svolítið síðan ég batt enda á samband mitt við Binna, sem stóð yfir í þrjá mánuði. Takk fyrir áhugan og takk fyrir að spyrja. Engar áhyggjur af mér að hafa elsku vinir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Í gær

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn