fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf

Fókus
Mánudaginn 1. mars 2021 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðþrota kona leitar til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Eiginmaður konunnar er viss um að hún sé að ljúga, svo viss að hann neitar að trúa niðurstöðum lygamæliprófs (e. lie-detector test).

„Ég borgaði rúmlega 100 þúsund krónur fyrir lygamælispróf. Við höfum farið í sambandsráðgjöf og ég hef alla tíð haldið fram sakleysi mínu, en samt er eiginmaður minn enn gallharður á því að ég hafi haldið framhjá honum,“ segir kona í bréfi sínu.

„Þetta byrjaði allt þegar við komum heim úr fríi frá Skotlandi. Hann fór frá því að vera yndislegur og venjulegur í að vera geðstirður og þungbúinn.“

Konan útskýrir hvað hafi orsakað þessar breytingar hjá manninum. Hún segir að hann hafi séð mynd af henni og systkinum hennar á ferðalagi fyrir mörgum árum. Á myndinni var einnig karlmaður sem hélt utan um hana.

„Ég kynntist manni þegar ég var á ferðalagi fyrir mörgum árum. Hann var í hljómsveit og fór með mig á nokkra tónleika. Þegar ég kom heim sagði ég eiginmanni mínum frá því, hann var þá kærasti minn. Það gerðist ekkert. En skyndilega núna, mörgum árum seinna, heldur eiginmaður minn að maðurinn á myndinni sé þessi karlmaður sem ég fór á tónleika með, og hann er viss um að ég hafi sofið hjá honum daglega þegar ég var á ferðalagi, sem gerðist aldrei,“ segir konan.

Það er ekki það eina sem eiginmaður hennar heldur fram. Hann telur hana einnig hafa haldið framhjá sér þegar hún var í brúðkaupi. „Aftur, þá gerðist það ekki,“ segir hún.

„Við höfum verið gift í meira en fjóra áratugi. Ég hef aldrei haldið framhjá og var hrein mey þegar við giftumst. Ég er 67 ára og hann er 68 ára. Ég hef reynt allt og veit ekki hvað meira ég get gert. Ef lygamælipróf virkar ekki til að sannfæra hann, hvað þá?“

Svar Deidre

Deidre segir að þetta sé hans vandamál, ekki hennar. „Spurðu hann hvort hann átti sig á að þetta vandamál hans sé að stofna löngu og  hamingjusömu hjónabandi ykkar í hættu. Það gæti verið eitthvað úr fortíð hans sem er að láta honum líða svona, kannski hélt einhver nákominn honum framhjá og það gæti verið að hafa áhrif á dómgreind hans. Það gæti líka verið gott að hitta heimilislækni til að útiloka að þetta sé ekkert sem tengist aldrinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?