Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Fókus

Fyrsti eiginmaður varaforseta Bandaríkjanna – Allt sem þú þarft að vita

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 20:00

Varaforsetahjónin. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris braut blað í sögunni þegar hún var kjörin fyrsti kvenkyns varaforseti Bandaríkjanna. Á bak við þessa öflugu konu er stuðningsríkur eiginmaður. Douglas Emhoff er fyrsti eiginmaður varaforseta. En hver er maðurinn að baki konunni?

Kamala Harris komst á spjöld sögunnar í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, hún er einnig fyrsti varaforsetinn úr röðum minnihlutahópa í landinu. Áður en Kamala varð varaforseti var hún öldungadeildarþingmaður, fyrir það var hún ríkissaksóknari og saksóknari, það mætti því segja að hún hafi bæði gáfurnar og reynsluna fyrir starfið.

Þar sem kvenmaður hefur aldrei gegnt þessari stöðu áður er eiginmaður Kamölu, Douglas Emhoff, líka kominn í sögubækurnar. Hann er fyrsti karlkyns maki bandarísks forseta eða varaforseta. Það var ekki einu sinni til nafn yfir það, en eftir miklar vangaveltur og umræðu var að lokum ákveðið að nota „second gentleman“ fyrir Douglas, en við á Íslandi tölum bara um eiginmann varaforseta.

Mynd/Getty

Hver er Douglas Emhoff?

Douglas Emhoff er 56 ára lögfræðingur frá New York sem hefur sérhæft sig í málum tengdum skemmtana- og afþreyingariðnaðinum. Hann er meðeigandi að stórri lögfræðistofu í Los Angeles en dró sig í hlé í ágúst í fyrra til að styðja við framboð Kamölu. Hann mun ekki snúa aftur á næstunni, heldur hefur hann stigið alfarið til hliðar til að sinna skyldum sínum sem fyrsti eiginmaður varaforseta Bandaríkjanna. Hlutverk sem hann segir að sé heiður að fá að gegna.

„Þetta minnir mig á sögu sem Kamala segir mér um móður sína, Shyamala, sem sagði alltaf við dætur sínar: „Þið verðið kannski þær fyrstu, en þið skuluð ekki vera þær síðustu,“ sagði Doug í viðtali við GQ. „Ég vil að það eigi líka við um mig. Ég er kannski fyrsti eiginmaður varaforseta, en ég veit að ég verð ekki sá síðasti.“

En það verður ekki eina nýja sem Douglas tekur sér fyrir hendur. Eins og forsetafrúin, dr. Jill Biden, mun Douglas kenna. Hann mun kenna lögfræði við Georgetown University Law Center og segist hann vera mjög spenntur fyrir því.

Venjan er sú að makar forseta og varaforseta vinni að ýmsum málefnum sem þeir hafa ástríðu fyrir. Eins og Melania Trump ætlaði að vinna bug á einelti. Douglas tilkynnti að málaflokkurinn sem hann ætlar að beita sér fyrir sé að allir eigi rétt á lögfræðiaðstoð.

Cole, Doug, Kamila og Ella.

Hann á tvö uppkomin börn – Cole og Ellu

Þó að Douglas hafi heillað Kamölu upp úr skónum, þá voru það börnin hans sem kláruðu dæmið fyrir hann.

Douglas á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Kerstin. Þau Cole, 26 ára, og Ellu, 21 árs. Þau kalla Kamölu ekki stjúpmömmu, heldur „Mamala“ sem er skemmtileg blanda af nafni Kamölu og „mamma“. Kamala hefur talað um hversu heppin hún hafi verið að fá þau inn í líf sitt, og að lífið sé svo miklu betra með þeim.

Samkvæmt The Hollywood Reporter klæddist hún Converse-strigaskóm þegar hún hitti þau í fyrsta skipti og kom með smákökur handa þeim. Kamala og Kerstin eru góðar vinkonur og tók Kerstin virkan þátt í framboði Kamölu.

Kynntust á „blindu“ stefnumóti

Kamala og Douglas kynntust árið 2013. Sameiginlegur vinur þeirra, almannatengillinn Chrisette Hudlin, kom þeim saman á „blint“ stefnumót.

„Hann sagði eitthvað eins og: „Hún er virkilega heit.“ Hann var að hrósa henni en á sama tíma dáðist hann virkilega að henni, og ég var hrifinn af því,“ sagði Chrisette Hudlin við tímaritið Marie Claire um tilfinningar Douglas gagnvart framtíðareiginkonu sinni.

Daginn eftir fyrsta stefnumót þeirra sendi Douglas Kamölu tölvupóst. „Mér líkar mjög vel við þig,“ skrifaði hann.

Þau trúlofuðust eftir árs samband þann 27. mars 2014.

Giftust í dómhúsi

Kamala og Douglas gengu í það heilaga rétt tæplega fimm mánuðum eftir að hann fór á skeljarnar, þann 22. ágúst. Athöfnin var látlaus, aðeins þeirra nánustu í dómhúsi í Santa Barbara. Þau skrifuðu eigin tryggðarheit og brutu gler til að heiðra trú Douglas, sem er Gyðingur.

„Ég elska eiginmann minn,“ sagði Kamala í viðtali við Now This. „Hann er fyndinn. Hann er góður. Hann er þolinmóður. Hann elskar matinn sem ég elda. Hann er bara virkilega frábær maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vildi fremja sjálfsmorð eftir kynlífið með honum

Vildi fremja sjálfsmorð eftir kynlífið með honum
Fókus
Í gær

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“