fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

40 ára aldursmunurinn vekur athygli – „Ég get fundið sanna ást hjá vini barnabarnsins míns“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 19:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Lionel Richie og söngkonan og lífstílsbloggarinn Lisa Parigi eru sögð hafa verið saman síðan árið 2014. Nú hefur aldursmunurinn á þeim vakið mikla athygli en rúm 40 ár eru á milli þeirra.

Það kannast flestir við Lionel Richie en hann hefur gefið út slagara sem allir þekkja á borð við Hello og All Night Long (All Night). Samband hans og Parigi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en þar ræðir fólk um aldursmuninn. Athygli er til að mynda vakin á því að hann hafi verið orðinn fertugur þegar hún var ekki fædd, Richie er fæddur árið 1949 en Parigi er fædd árið 1989.

Netverjar hafa nú skrifað sínar skoðanir á sambandinu en ekki eru allir sammála um ágæti þess. Á meðan sumir furða sig á þessum mikla aldursmuni eru aðrir sem sjá ekkert rangt við samband þeirra. „Þau eru bæði fullorðnir einstaklingar og gefa sitt samþykki er það ekki? Hvað er vandamálið?“ spyr til dæmis einn sem kemur parinu til varnar.

Þá gera aðrir grín að sambandinu. „Lionel Richie veitir mér innblástur til þess að gefast aldrei upp á ástinni, ég get fundið sanna ást hjá vini barnabarnsins míns,“ segir til dæmis einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug