fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Kent er 31 árs tveggja barna móðir frá Chicago. Hún er einnig fyrrverandi fangi og fíkniefnanotandi. Hún sneri lífi sínu við eftir að hún eignaðist barn í fangelsi og heldur núna úti vinsælli YouTube-rás þar sem hún ræðir um ýmislegt tengt fangelsinu og hennar fyrra lífi.

Jessica er einnig vinsæl á TikTok og Instagram. Í samtali við BuzzFeed segir Jessica að hún hafi glímt við fíkn frá því að hún var 12 ára til 23 ára. Hún lenti fyrst í fangelsi þegar hún var sautján ára. Hún sat í eitt ár inni og var handtekin aftur stuttu seinna og sat þá inni í fimm ár.

BuzzFeed tók saman nokkur myndbönd frá Jessicu þar sem hún deilir áhugaverðum og óhugnanlegum sögum úr fyrra lífi sínu. Við höfum áður fjallað um Jessicu þegar hún opnaði sig um hvernig það var að eignast barn í fangelsi.

Sjá einnig: Svona var það að eignast barn í fangelsi: „Ég var fokking hrædd“

Jessica segir frá því stuttlega í myndbandi á TikTok hvaða áhrif það hafði á hana að fæða barn í fangelsi.

@jesken12Reply to @just_lynz #prisonfacts #jessicakent #prisontok #laboranddelivery #prisoner #inmate #prisonstories #chains #handcuffs #felon #ihadababy #jail♬ original sound – Jessica Kent

Konur á blæðingum

Jessica segir frá því að fangelsisverðir hunsuðu oft konur á blæðingum og létu þær ekki fá tíðarvörur.

@jesken12Reply to @rebeccacrowe19 #prisontiktok #prisoner #prisontok #jessicakent #prisonstories #prisonstorytime #jail #jailstories #jailtiktok #prison♬ original sound – Jessica Kent

Þegar Jessica var í fangelsi í Arkansas neituðu verðirnir að láta konurnar fá túrtappa og þær fengu aðeins um tvö til þrjú bindi á sólarhring, en var oft neitað um þetta. Þannig lærði Jessica að gera eigin túrtappa.

@jesken12no u can’t donate them 2 prison #jessicakent #prisontok #tampons #mentralcycle #women #prison #prisonfacts #prisonstory #jail #jailstories #pad♬ original sound – Jessica Kent

Kynlífstæki og sápur

Jessica segir að það hafi verið vinsælt hjá öðrum föngum að búa til kynlífstæki úr sápum. „Það eru alls konar mismunandi uppskriftir, sumar konur notuðu aðra hluti með sápunni en það er efni í annað myndband. En það sem þær gerðu var að þær tóku fangelsissápuna og tálguðu hana í þá lögun og stærð sem þær vildu. En af því að þú getur ekki sett sápu þangað, þá þurftu þær hanska til að setja yfir. Þær voru flestar hræddar við að stela af fangavörðunum, en ekki ég. Ég stal ekki frá öðrum föngum, en stal frá vörðunum og starfsfólki fangelsisins. Þannig ég stal hönskum sem ég seldi síðan konum í fangelsinu. Ef þú vildir gera þetta fyrir kærustu þína og þetta gerði tímann þinn hérna inni bærilegri, frábært. Gerði ég þetta? Alls ekki. Ég var of hrædd um að fá sýkingu og vildi hafa mitt næði, og þú færð ekki næði í fangelsi.“

@jesken12#stitch with @felonellen #jessicakent #prisonrelationships #prisonlove #lgbtq #prisongirlfriend #prisonlife #prisonsex #prisontiktoks #women♬ original sound – Jessica Kent

Hér segir hún frá einhverju sem þær fengu að borða þrisvar í viku og kallaðist „meatwad“.

@jesken12##prisonstories ##prisonstorytime ##prisonfood ##jessicakent ##prisonlife ##prisontiktok ##prison ##jail ##jailstories ##inmate ##inmatesoftiktok ##jailbird♬ original sound – Jessica Kent

Fangaverðir og fangar áttu það til að rugla saman reytum en það komst nánast alltaf upp um það.

@jesken12#jessicakent #prisonlife #prisonrelationships #prisonlove #prisonfacts #prison #prisontiktok #prisoner #correctionalofficer #inmate #inmatesoftiktok♬ original sound – Jessica Kent

Í þessu myndbandi segir hún frá því hvaða fangar fengu mestu virðinguna og hvaða fangar fengu verstu meðferðina.

@jesken12#prison #prisontok #prisonfacts #prisonlifestyle #jessicakent #prisonfight #lifer #prisonlife #jail #jaillife #prisoner #inmate #felonsoftiktok #felon♬ original sound – Jessica Kent

Þú getur heyrt fleiri reynslusögur frá Jessicu á TikTok og YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi