fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Úr sápuóperum yfir í klám

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 22:00

Skjáskot: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Caitlin Stasey sem margir kannast við úr þáttunum Neighbours hefur fært sig úr sápuóperubransanum og er byrjuð að leikstýra klámmyndum. Þetta kemur fram hjá news.com.au.

Leikkonan, sem einnig er þekkt fyrir að vera gallharður femínisti, hefur gert samning við klámfyrirtækið Afterglow um að leikstýra nokkrum myndum en Afterglow einblínir á klám handa konum. Fyrirtækið er rekið af konum úr hinsegin-samfélaginu og segir Stasey að þetta séu „mjög svalar konur að gera mjög góða hluti,“ en fyrstu myndirnar frá Stasey áttu að byrja í framleiðslu í febrúar en Covid hefur sett strik í reikninginn.

Stasey hefur talað mikið fyrir normalíseringu á kynhvöt kvenna og líkamsvirðingu. Hún tók þátt í #freethenipple og fór á sínum tíma í stríð við Instagram fyrir að eyða myndum hennar þar sem hún var nakin.

Hún hefur þó ekki sagt sig alveg skilið við leiklistina en hún er að vinna í sjónvarpsseríu sem ber nafnið Bridge and Tunnel sem eru dramatískir grínþættir sem gerast í New York á níunda áratugnum.

Fleiri leikkonur hafa snúið sér frá leiklistinni og að klámi eins og Disney Channel-stjarnan Bella Thorne sem er með vinsælan OnlyFans aðgang. Á OnlyFans getur fólk búið til aðgang þar sem það selur nektarmyndir, myndbönd eða bara hvað sem er. Aðdáendur geta gerst fylgjendur gegn mánaðargjaldi eða keypt stakar myndir/myndbönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni