fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Spider-Man: No Way Home sló Íslandsmet um helgina þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir

Fókus
Þriðjudaginn 21. desember 2021 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmyndin um Köngulóarmanninn  var frumsýnd föstudaginn hér á landi 17. desember síðastliðinn. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir var aðsókn helgarinnar gríðarleg en yfir 18.100 manns skelltu sér á myndina í bíó. Samkvæmt tilkynningu frá Senu þénaði myndin því um 30 milljónir króna sem þýðir að um tekjuhæstu opnunarhelgi allra tíma er að ræða sem og þriðju aðsóknarmestu opnunarhelgi frá upphafi mælinga.

Myndin var sýnd í öllum kvikmyndahúsum landsins og var sýnd í mörgum sölum samtímis þar sem einungis 100 manns mega koma saman í hvert hólf. Vert er að taka fram að kvikmyndahús landsins fylgja ströngum sóttvarnarreglum og tryggja að öryggi og heilsu bíógesta og starfsmanna sé gætt. Ekkert hlé er á sýningum, grímuskylda, engin áfengissala, sjálfvirk sætaskipun og góð loftræsting tryggir að hægt sé að framfylgja sóttvörnum.

Myndin hefur fengið frábæra dóma og mikið lof gagnrýnanda sem og áhorfanda og er til að mynda „certified fresh“ á Rotten Tomatoes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert