fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Guðrún Sæmundsen fagnaði útgáfu Rósu – Sálfræðitryllir af bestu gerð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. desember 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Sigríður Sæmundsen hefur sent frá sér sína þriðju skáldsögu, sem ber heitið Rósa. Guðrún fagnaði bókinni í útgáfuhófi í Máli og menningu á fimmtudaginn og var þar vel mætt.

Fyrri tvær skáldsögur Guðrúnar flokkast undir spennu og drama en Rósa er sálfræðitryllir.

Síðasta bók Guðrúnar, Andstæður, kom út árið 2018 og fékk góðar viðtökur.

Sjá viðtal DV við Guðrúnu um Andstæður

Í Rósu þarf samnefnd aðalpersónan að glíma við þá spurningu hvort hún sé heltekin af hugarburði eða hvort fyrrverandi unnusti hennar sé að ofsækja hana. Hvað er raunverulega að gerast? Á meðan Rósa leitar svara fyllist hún sífellt meiri afbrýðisemi gagnvart æskuvinkonu sinni Díönu og fjölskyldulífi hennar sem virðist svo innihaldsríkt og fullkomið. Ógnvænlegir atburðir eiga sér stað og Rósa sogast skyndilega inn í framvindu sem hún hefur enga stjórn á. Hverjum getur hún treyst? Er henni sjálfri treystandi?

Meðfylgjandi eru myndir úr líflegu útgáfuteitinu frá því á fimmtudaginn og undir fréttinni er kynningamyndband sem fangar drungalega og dularfulla stemningu sögunnar.

 

 

RÓSA - kynningarmyndband
play-sharp-fill

RÓSA - kynningarmyndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Hide picture