fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fókus

Guðrún Sæmundsen fagnaði útgáfu Rósu – Sálfræðitryllir af bestu gerð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. desember 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Sigríður Sæmundsen hefur sent frá sér sína þriðju skáldsögu, sem ber heitið Rósa. Guðrún fagnaði bókinni í útgáfuhófi í Máli og menningu á fimmtudaginn og var þar vel mætt.

Fyrri tvær skáldsögur Guðrúnar flokkast undir spennu og drama en Rósa er sálfræðitryllir.

Síðasta bók Guðrúnar, Andstæður, kom út árið 2018 og fékk góðar viðtökur.

Sjá viðtal DV við Guðrúnu um Andstæður

Í Rósu þarf samnefnd aðalpersónan að glíma við þá spurningu hvort hún sé heltekin af hugarburði eða hvort fyrrverandi unnusti hennar sé að ofsækja hana. Hvað er raunverulega að gerast? Á meðan Rósa leitar svara fyllist hún sífellt meiri afbrýðisemi gagnvart æskuvinkonu sinni Díönu og fjölskyldulífi hennar sem virðist svo innihaldsríkt og fullkomið. Ógnvænlegir atburðir eiga sér stað og Rósa sogast skyndilega inn í framvindu sem hún hefur enga stjórn á. Hverjum getur hún treyst? Er henni sjálfri treystandi?

Meðfylgjandi eru myndir úr líflegu útgáfuteitinu frá því á fimmtudaginn og undir fréttinni er kynningamyndband sem fangar drungalega og dularfulla stemningu sögunnar.

 

 

RÓSA - kynningarmyndband
play-sharp-fill

RÓSA - kynningarmyndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Hide picture